fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fókus

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. mars 2025 15:29

Millie Bobby Brown. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Millie Bobby Brown svarar fyrir sig en undanfarið hefur útlit hennar verið talsvert í umræðunni eftir að myndir af henni á frumsýningu Electric State fóru á dreifingu.

Electric State er ný kvikmynd úr smiðju Netflix þar sem Brown fer með aðalhlutverk ásamt Chris Pratt. Hún er núna í kynningarherferð fyrir myndina en í stað þess að fólk sé að ræða um það þá er útlit hennar orðið aðalumræðuefnið.

Eins og fyrr segir fóru myndir af Millie í dreifingu og var farið hörðum orðum um útlit hennar. Ekki nóg með það þá birtust greinar um hana og útlit hennar í slúðurmiðlum vestanhafs þar sem hún var meðal annars sökuð um að hafa „gert eitthvað við útlit sitt“ og að einhver hafi haldið að hún væri móðir systur sinnar, svo fátt sé nefnt. Brown tók fyrir þessar greinar í svari sínu á Instagram, myndbandið má horfa á neðst í fréttinni.

„Ég vil tjá mig um svolítið sem ég held að sé stærra en bara ég. Eitthvað sem hefur áhrif á allar ungar konur sem alast upp í sviðsljósinu,“ sagði hún.

„Ég byrjaði í bransanum tíu ára gömul. Ég ólst upp fyrir allra augum en það er eins og fólk geti ekki þroskast með mér.“

Millie Bobby Brown, Stranger Things photos from Seasons 1 to 4 - Netflix Tudum

Brown sagði að það sé eins og fólk ætlist til þess að hún muni alltaf líta eins út, eins og hún gerði þegar hún lék í fyrstu þáttaröð af Stranger Things.

„Og af því að ég geri það ekki þá er ég orðin að skotmarki,“ sagði hún og gagnrýndi einnig þá fjölmiðla vestanhafs sem höfðu gert lítið úr útliti hennar.

„Það að einhverjir fullorðnir einstaklingar séu að eyða tíma sínum að greina andlit mitt, líkama minn og ákvarðanir mínar, það er óhugnanlegt,“ sagði hún og bætti við að henni þykir verra að sjá þegar aðrar konur skrifa umræddar greinar.

„Ég neita að biðjast afsökunar fyrir það að þroskast og vaxa úr grasi. Ég neita að vera minni til að standa við einhverjar óraunhæfar væntingar fólks sem ræður ekki við að sjá stelpu verða að konu.“

Prófaðu að smella hér eða endurhlaða síðuna ef þú særð ekki myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Makaleitin mikla, sjálfsást og rómantík

Vikan á Instagram – Makaleitin mikla, sjálfsást og rómantík
Fókus
Í gær

Viktor var að skoða Snapchat þegar hann náði botninum – „Eftir þetta pantaði ég í mína síðustu meðferð“

Viktor var að skoða Snapchat þegar hann náði botninum – „Eftir þetta pantaði ég í mína síðustu meðferð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna þénar meira en þau þökk sé OnlyFans

Dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna þénar meira en þau þökk sé OnlyFans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Staðreyndin sem Steinunn áttaði sig á í veikindum Stefáns Karls

Staðreyndin sem Steinunn áttaði sig á í veikindum Stefáns Karls