fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. mars 2025 17:32

Saga Ýrr og Sturla. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lögmaður og Sturla B. Johnsen lækn­ir eru orðin hjón, en þau giftu sig 1. mars í Suður-Afríku. Sturla bað Sögu á heimili foreldra hennar þann 21. desember, en parið hefur verið saman í tvö og hálft ár. 

Smartland greindi frá.

Parið brá sér ásamt vinahópi í golfferð til Suður-Afríku. Saga keypti kjól og slör í brúðkaupsversl­un­inni Lof­orð og laumaði með í ferðatöskunni án þess að vinahópurinn vissi af.

Saga Ýrr og Sturla. Mynd: Facebook.

„Langþráður dag­ur runn­inn upp. Í okk­ar til­viki var ekki hind­rana­laust að fá að verða hjón en það er líka þannig að það sem maður þarf að hafa fyr­ir verður þeim mun dýr­mæt­ara. Þess vegna tók­um við ákvörðun um að eyða þess­um degi ein, án allra sem okk­ur þykir vænst um, og njóta augna­bliks­ins ein­ung­is í návist hvors ann­ars,“ seg­ir Saga í færslu á Facebook:

„Prest­ur­inn sagði við okk­ur að nú væri nýtt líf hafið. Líf þar sem ein­mana­leiki yrði hverf­andi þar sem við fynd­um sam­astað í hvort öðru, þar sem erfiðleik­ar yrðu auðveld­ari því við mynd­um veita hvort öðru skjól. Þetta hitti beint í hjart­astað því Stulli minn er svo sann­ar­lega skjólið mitt, stoð mín og stytta. Í Suður Afríku erum við hjón og ég er skráð Saga Ýrr Jónsdóttir Johnsen. Framundan eru fleiri brúðkaup, í fleiri löndum. Allt endar þetta með kirkjubrúðkaupi og heljarinnar brúðkaupsveislu þann 20.06.2026 á Íslandi og við treystum á að allt okkar uppáhalds fólk taki daginn frá.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum