Gene, 95 ára, og Betsy, 63 ára, fundust bæði látin á heimili sínu í Santa Fe í gærmorgun. Málið þykir hið dularfyllsta nú þegar nýjar upplýsingar hafa komið fram. Þau fundust bæði látin en á sitthvorum staðnum á heimilinu. Hundur þeirra fannst einnig látinn en hinir tveir hundarnir voru lifandi og heilbrigðir.
Sjá einnig: Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif
Stuttu eftir að tveir iðnaðarmenn fundu lík hjónanna var hringt í neyðarlínuna.
„Ég held að við fundum tvær eða eina látna manneskju inni í húsi,“ sagði annar þeirra og virtist vera í miklu uppnámi.
„Það er enginn hérna. Ég bíð eftir ykkur við hliðið. Vinsamlegast sendið einhvern.“
Sá sem hringdi gat ekki gefið upp heimilisfang og sagði að það væri ekkert heimilisfang á eigninni. „Það er ekkert heimilisfang hérna þannig ég þarf að hitta ykkur fyrir neðan. Ég fylgi ykkur síðan hingað,“ sagði hann.
Aðspurður hvort að Gene eða Betsy væru að anda eða alveg meðvitundarlaus sagði hann: „Gaur, þau eru ekki að hreyfa sig. Bara sendu einhvern hingað strax.“
Sjá einnig: Myndin sem Gene Hackman lék í og vildi alls ekki sjá aftur
Stuttu síðar fundust lík hjónanna. Það hefur verið greint frá því að lík Betsy var byrjað að rotna. Talið er að Gene hafi dottið og var sagt að lík hans hafi verið í svipuðu ástandi. Yfirvöld telja andlát þeirra nógu grunsamleg til að rannsaka frekar.