Hanna og Arnar fundu frábæra lausn við því og sýndu frá því í myndbandi á TikTok sem DV fékk leyfi til að deila.
Þau eiga dreng fæddan 2019, þríbura fædda 2021 og stúlku fædda 2023. Það er því líf og fjör á heimilinu,
„Ímyndið ykkur fimm börn að koma heim úr leikskóla og dagmömmu, skór og föt út um allt, þannig er staðan yfirleitt heima hjá okkur. En í tvö til þrjú ár erum við búin að ætla að gera svona leikskólabása eða hólf heima hjá okkur,“ segir Hanna.
Þau ákváðu að hefjast handa fyrr í vikunni. Arnar byrjaði að smíða hólfin á meðan Hanna tók niður snaga og spartlaði í götin.
Síðan settu þau hólfin upp með snögum undir. Hvert barn fékk eigin merkimiða á sitt hólf og efst voru settir hankar fyrir hjálmana. Mjög sniðug nýting og krakkarnir voru hæst ánægðir með útkomuna.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@hannabjorkhHeimilið mitt = leikskóli🤪