fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fókus

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2025 10:29

Hanna og Arnar eiga fimm ung börn og fundu frábæra lausn við vanda sem margir foreldrar þekkja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long Jóhannsson eiga fimm börn og eins og margir foreldrar kannast við þá getur forstofan breyst á svipstundu við heimkomu. Skór, úlpur, töskur, húfur og svo framvegis fylla forstofuna og erfitt að halda henni snyrtilegri.

Hanna og Arnar fundu frábæra lausn við því og sýndu frá því í myndbandi á TikTok sem DV fékk leyfi til að deila.

Þau eiga dreng fæddan 2019, þríbura fædda 2021 og stúlku fædda 2023. Það er því líf og fjör á heimilinu,

„Ímyndið ykkur fimm börn að koma heim úr leikskóla og dagmömmu, skór og föt út um allt, þannig er staðan yfirleitt heima hjá okkur. En í tvö til þrjú ár erum við búin að ætla að gera svona leikskólabása eða hólf heima hjá okkur,“ segir Hanna.

Þau ákváðu að hefjast handa fyrr í vikunni. Arnar byrjaði að smíða hólfin á meðan Hanna tók niður snaga og spartlaði í götin.

Síðan settu þau hólfin upp með snögum undir. Hvert barn fékk eigin merkimiða á sitt hólf og efst voru settir hankar fyrir hjálmana. Mjög sniðug nýting og krakkarnir voru hæst ánægðir með útkomuna.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@hannabjorkhHeimilið mitt = leikskóli🤪

♬ original sound – Hanna Björk Hilmarsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Scott Disick viðurkennir hvaða lyf hann notaði til að léttast eftir að glöggir áhorfendur tóku eftir þessu

Scott Disick viðurkennir hvaða lyf hann notaði til að léttast eftir að glöggir áhorfendur tóku eftir þessu
Fókus
Í gær

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin