fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fókus

Halle Berry var ranglega greind með herpes þegar kynlíf varð skyndilega sársaukafullt

Fókus
Föstudaginn 28. febrúar 2025 13:30

Halle Berry. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Halle Berry hélt að hún væri með mjög slæmt tilfelli af herpes en var í raun að ganga í gegnum breytingaskeiðið (e. perimenopause).

Berry, 58 ára, ræddi mjög einlæg um þetta tímabil og hvaða áhrif herpesgreiningin hafði á kynlíf hennar og kærasta hennar, Van Hunt, í spjallþætti Drew Barrymore.

„Það var erfitt fyrir okkur að finna leið til að njóta kynlífs á ný, að losna við þurrkinn og svona, því þetta varð ansi erfitt um tíma,“ sagði hún.

Berry og Hunt byrjuðu saman í september 2020. Hún sagði að það hafi verið mjög sársaukafullt að stunda kynlíf yfir sex til sjö mánaða skeið.

Hún rifjar upp þegar hún fann fyrstu einkennin. Hún vaknaði einn morguninn og átti erfitt með að fara á klósettið. „Ég gat það ekki, það var svo sárt. Ég var næstum tíu mínútur að tæma þvagblöðruna því þetta var svo sárt. Og svo var ég með eitthvað þarna niðri sem ég hafði aldrei séð áður,“ sagði hún.

Hunt keyrði hana á sjúkrahúsið en á þeim tímapunkti var kynfærasvæði Berry orðið mjög bólgið.

„Læknirinn var að skoða mig og sagði: „Ég held ég viti hvað þetta er.“ Og ég alveg: „Hvað?“ Og hann sagði: „Mjög slæmt tilfelli af herpes.“

Leikkonan segir að næstu þrír dagar hafi farið í rifrildi og að hún og Hunt hafi ásakað hvort annað um að hafa smitað sig af herpes. Síðan hringdi læknirinn og sagði þeim að hann hefði haft rangt fyrir sér, en þó ekki vita hvað væri að Berry.

Berry lagðist sjálf í rannsóknarvinnu og komst að því að hún væri að byrja á breytingaskeiðinu. Hún fann leiðir til að draga úr einkennunum og gera lífið þægilegra og vill nú miðla sinni þekkingu með öðrum konum og gerir það með nýja verkefni sínu RESPIN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þungarokkssveitin Sepultura með kveðjutónleika í N1 höllinni í sumar

Þungarokkssveitin Sepultura með kveðjutónleika í N1 höllinni í sumar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: Heimsfrægri konu var refsað grimmilega fyrir að fitna

Ragnhildur: Heimsfrægri konu var refsað grimmilega fyrir að fitna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi notar hugvíkkandi efni – „Líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum“

Bubbi notar hugvíkkandi efni – „Líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist