Frægðarsól Charlie reis á níunda áratugnum, með kvikmyndum eins og Platoon og Wall Street. En hann er hvað best þekktur fyrir geysivinsælu sjónvarpsþættina Two and a Half Men.
Denise er hvað þekktust fyrir myndirnar Starship Troopers, Wild Things og leik sinn í James Bond myndinni The World Is Not Enough. Hún hefur einnig verið í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives of Beverly Hills.
Það vakti mikla athygli þegar Sami Sheen stofnaði OnlyFans-síðu stuttu eftir að hún varð átján ára sumarið 2022. Faðir hennar sagðist svekktur og kenndi móður hennar um athæfið. Hann endaði síðan með að taka nýja starf dóttur sinnar í sátt
„Ég segi að ég sé kynlífsverkakona því helsta tekjulind mín er OnlyFans. En ef fólk myndi gera rannsóknarvinnuna sína þá myndi það vita að það eru til margar tegundir af kynlífsvinnu. Ég veit ekki af hverju það er svona umdeilt, ég elska vinnuna mína svo mikið,“ sagði Sami um umdeildu vinnuna sína árið 2023.
Nú greina erlendir miðlar frá því að Sami hefur grætt fúlgur fjár á síðunni og þéni nú meira en foreldrar sínir.
Samkvæmt Daily Mail hefur hún þénað yfir 420 milljónir krónur síðan hún hóf störf sumarið 2022.
OnlyFans er ekki eina tekjulind hennar en hún, móðir hennar og systur eru stjörnurnar í nýjum raunveruleikaþáttum í líf þeirra mæðgna sem hefja göngu sína á Bravo í byrjun mars, Denise Richards & Her Wild Things.