Málið þykir hið dularfyllsta nú þegar nýjar upplýsingar hafa komið fram.
Samkvæmt TMZ hafði lík Betsy verið byrjað að rotna og er talið að hún hafi verið látin í einhvern tíma áður en þau fundust. Miðillinn ræddi við rannsóknarlögreglumann sem var á vettvangi og greindi frá því að andlit Betsy hafi verið þrútið og bólgið, og fætur hennar og hendur byrjuð að brotna niður.
Betsy fannst liggjandi á hægri hlið inni á baðherbergi og nálægt höfði hennar var svartur hitablásari, en lögreglan telur hitablásarann kannski hafa dottið á gólfið ef Betsy hrundi skyndilega niður.
Lögreglan tók einnig eftir opnu appelsínugulu lyfjaglasi og pillum á dreif.
Gene fannst í öðru herbergi við eldhúsið. Lögreglumaðurinn sagðist halda að Gene leikarinn allt í einu dottið þar sem gleraugu hans voru ekki á honum heldur nálægt líki hans, eins og þau hafi flogið af honum. Greint er frá því að lík hans hafi verið í svipuðu ástandi og Betsy.
Hundur þeirra fannst dauður inni í skáp nálægt baðherberginu, um 3 til 4,5 metrum frá Betsy. En hinir tveir hundarnir þeirra voru lifandi og heilbrigðir.
Sjá einnig: Elskaði slagsmál og var martröð að vinna með – Hæðir og lægðir Gene Hackman
Iðnaðarmenn fundu hjónin og sögðu yfirvöldum að þeir höfðu ekki séð Gene og Betsy í um tvær vikur. Þeir sögðu einnig að framhurðin hafi verið opin en lögreglan fann engin merki um að einhver hafi brotist inn. Yfirlögreglumaður rannsóknarinnar óskaði eftir leitarheimild um eignina og bar fyrir sig að andlát þeirra væri „nógu grunsamlegt“ til að heimila það.
Í fyrstu var talið að þau höfðu bæði dáið úr kolefnismónoxíðeitrun, þá sagði lögreglumaðurinn við TMZ að það hafi ekki verið nein augljós merki um gasleka.
Slökkviliðsmenn og gasfyrirtæki í New Mexico rannsökuðu einnig vettvanginn og fundu ekki merki um gasleka.
Gene og Betsy voru gift í 34 ár. Hann á þrjú börn úr fyrra sambandi.
Sjá einnig: Myndin sem Gene Hackman lék í og vildi alls ekki sjá aftur