Auzzy Blood kom fram í þættinum á laugardaginn og tróð risa tappatogara í gegnum nefið og hengdi sig síðan upp á kjötkrók. Hann sannfærði einnig dómarann Simon Cowell um að drekka í gegnum slöngu sem hann hafði troðið í gegnum nef sitt og munn.
Dómararnir áttu alveg von á þessum viðbrögðum miðað. „Þetta er hrollvekjandi hryllingur, þú vilt ekki horfa en þú vilt samt horfa. Þess vegna ætlum við augljóslega að sýna þetta í þættinum,“ sagði hann.
„Við munum örugglega fá einhverjar kvartanir, vonandi,“ sagði annar dómari, Amanda Holden.
Það er óhætt að segja að þau hafi haft rétt fyrir sér. Yfir 600 kvartanir bárust vegna Auzzy Blood. Ein móðir sagði: „Dóttir mín kastaði næstum því upp og ég gat bara alls ekki horft.“
Önnur sagði: „Sex ára dóttir mín er í áfalli, greyið. Klukkan er ekki einu sinni níu um kvöld.“
Horfðu á atriðið hér fyrir neðan.