Joe Fish heldur úti YouTube-rás þar sem hann aðallega ferðast um Bretland en í nýjasta myndbandinu sýnir hann frá ferðalagi sínu til Benidorm.
Joe lenti í klóm vasaþjófagengis og hann segir að litlu hefði munað að þeir hefðu haft af honum mikil verðmæti.
Á meðan hluti af hópnum truflaði Joe fór einn vasaþjófurinn í gegnum töskuna hans. Sem betur fer var Joe vel vakandi fyrir þessu og náði að stoppa mennina áður en þeir höfðu eitthvað af honum.
„Ég trúi því ekki að þeim tókst að opna töskuna mína. Hann fór í gegnum töskuna mína,“ sagði Joe hneykslaður.
„Ef ég hefði verið drukkinn eða bara ekki alveg með á nótunum… þá hefði þetta farið öðruvísi.“
Joe ákvað að segja frá þessu og vara aðra ferðamenn við. „Farið varlega. Ekki gleyma ykkur í fjörinu og sólinni, verið vakandi.“
Joe vakti einnig sérstaklega athygli á „baunasvindlinu“, þegar einhver reynir að fá þig til að taka þátt í leik sem inniheldur baunir og bolla, og á meðan leiknum stendur eru samstarfsmenn hans að reyna að stela eigum þínum.