Þær voru yfir sig ástfangnar og hamingjusamar á brúðkaupsdaginn og voru spenntar að deila myndum frá deginum á samfélagsmiðlum. En þá byrjaði stormurinn. Lauren fékk yfir sig holskeflu ljótra athugasemda og var gagnrýnd fyrir að giftast svona ungum einstaklingi. Hún var kölluð barnaníðingur og öðrum ljótum nöfnum.
Þær voru mjög hissa, þar sem Lauren er 31 árs og Hannah er bara tveimur árum yngri, 29 ára. Málið er að Hannah er svo ungleg og lendir reglulega í því að fólk haldi að hún sé ungur strákur.
Myndbönd og myndir af þeim fóru eins og eldur í sinu um netheima.
@_thekayefamily But little do they know they are paying are bills and bringing us big opportunities for our family 🙏🏼 THANK YOU ❤️ @Hannah Bownanna Kaye #fyp #viral #wedding #lgbt #couplegoals #wlw #couple ♬ Love At First Sight – Acoustic – Blame Jones
„Ég bjóst aldrei við því að vera kölluð barnaníðingur fyrir að giftast 29 ára konu,“ sagði Lauren í Life Stories á YouTube.
Hún sagðist reyna að hunsa allt þetta mótlæti og láta það ekki trufla sig. Hún sagði samt það trufla hana meira þegar þær eru, til dæmis í matvöruverslun, og fólk talar yfir Hönnuh til að tala við Lauren, eins og Hannah sé barn.
Hannah sagði að henni þyki svo erfitt og sárt að hugsa til þess að Lauren hefur fengið morðhótanir og verið sagt að enda eigið líf vegna þessa.
Þær ræða þetta nánar í spilaranum hér að neðan. Hannah segir frá því hvernig útlit hennar hefur áhrif á líf hennar. Hún þarf ávallt að vera tilbúin með skilríki, eins og þegar hún er að kaupa orkudrykk eða fara í bíómynd bannaða innan átján ára.