fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fókus

Bubbi notar hugvíkkandi efni – „Líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum“

Fókus
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 11:00

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðstefna um hugvíkkandi efni verður haldin í Hörpu á fimmtudag og föstudag. Skipuleggjandi ráðstefnunnar, Sara María Júlíusdóttir, og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, mættu í viðtal á Bylgjunni í morgun af því tilefni. Sara upplýsti að efnin væru notuð til að hjálpa fólki með kvíða, þunglyndi og áföll, og væru nýtt saman með meðferð.

„Frábær reynsla, geggjuð reynsla,“ sagði Bubbi um reynslu sína af hugvíkkandi efnum. Bubbi er að micro-dósa, sem þýðir að taka inn örskammta af sveppum, svo lítið að maður finnur ekki fyrir því en það gagnast manni samt, útskýrði Sara.

Bubbi sagði: „Hefur bara hjálpað mér að sitja betur í eigin skinni og takast á við hluti sem hafa fylgt mér í gegnum lífið, áföll. Ég er óvirkur fíkill og líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum sem dæmi. Ég fór að micro-dósa og fann mjög snemma mikinn mun og mér fannst einhvern veginn bara bæði adhið mitt varð fallegra og ekki eins erfitt og í öðru lagi hjálpaði þetta mér með svefninn og hið daglega líf en ég er ekki að gera þetta sjö daga í viku. Ég er að taka kannski þrjá daga og hvíli svo í þrjá, fjóra daga, og svo aftur í þrjá daga og svo hvíli ég kannski svona, segjum bara í mánuð – eða einn og hálfan mánuð.“

Bubbi er óvirkur fíkill og aðspurður segir hann að þessi sveppainntaka valdi engri fíkn.  „Nei, þetta veldur ekki fíkn. Þeir sem vita ekki halda að maður sé að leika sér að eldinum, en þú leikur mér meira að eldinum með því að taka svefnlyf, þrávirk efni.“ Benti hann á að sveppir vaxi villtir í náttúrunni og hlutverk þeirra sé að lækna.

Hann mælir með því að fólk sem er að hugleiða að taka inn hugvíkkandi efni undirbúi sig með því að fara í mikla sjálfsvinnu. Kvíði sé eitthvað sem geti fylgt manni í gegnum lífið og ástæðan getur verið að maður hafi orðið fyrir áfalli án þess að gera sér grein fyrir því.

Smáskammtainntaka Bubba er allt annað mál en að fara í ferðalag með hugvíkkandi efnum. Segir hann að í slíkum leiðangri þurfi maður alltaf handleiðslu. „Það ætti enginn að gera nema að hafa þar til bæran aðila með sér, sérfræðing og svo framvegis, þú hefur ekki gott af því að fara einn í svona, þú þarft að mæta sjálfum þér og við erum marglaga, í þér er myrkur, sársauki, alls konar hlutir sem við höfum hugsað og gert og lent í, þú mætir þessu öllu í ferðalögunum og það getur verið stórkostleg, alveg gríðarlega stórkostleg reynsla. En hún getur líka verið rosalega erfið á meðan á stendur og þá þarf einhver að halda í höndina á þér.“

Nánar á Bylgjunni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 
Fókus
Í gær

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“