VÆB bræðurnir báru sigur úr býtum með lagið Róa á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið, sem er eftir þá Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson, hafnaði í efsta sæti bæði hjá alþjóðlegri dómnefnd og í símakosningu almennings. Lagið fékk einnig flest símaatkvæði í undanúrslitunum. Kemur þetta fram í tilkynningu frá RÚV.
Söngvakeppnin fór fram á þremur kvöldum. Fyrri tvö laugardagskvöldin kepptu fimm lög hvort kvöld og þrjú komust áfram í gegnum símakosningu almennings. Sex lög kepptu svo til úrslita 22. febrúar en þá hafði alþjóðleg dómnefnd sjö landa helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Hér má sjá úrslit keppninnar.
Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit.
Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit.
Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig.
Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur.
Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir.
Lagið RÓA, í flutningi VÆB, verður því framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí.