fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Rýfur þögnina um þreytulegt útlit Justin Bieber og segir af og frá að hann sé hörðum eiturlyfjum

Fókus
Mánudaginn 24. febrúar 2025 09:02

Justin Bieber. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber hefur hafnað orðrómi þess efnis að hann sé á slæmum stað í lífinu.

Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort Bieber eigi í vandræðum í einkalífinu og sé jafnvel að nota fíkniefni vegna „þreytulegs“ útlits. Þá hefur klæðaburður hans vakið athygli.

„Endurteknar vangaveltur um að Justin sé að nota hörð fíkniefna eiga ekki við nein rök að styðjast,“ sagði umboðsmaður kappans við TMZ og bætti við að skjólstæðingur hans væri raunar á frábærum stað í lífinu um þessar mundir.

Justin er kvæntur Hailey Biber og eiga þau saman hinn sex mánaða gamla Jack Blues Bieber. Segir umboðsmaðurinn að Justin sé „mjög einbeittur í föðurhlutverkinu“ og þá vinni hann að nýrri tónlist.

Bætti hann við að Justin hefði vissulega gengið í gegnum ýmsar breytingar á undanförnum misserum. Hann hafi „lokað nánum vináttusamböndum og viðskiptatengslum“ sem að nýttust honum ekki lengur.

Segir umboðsmaðurinn að sögusagnir um andleg veikindi, fíkniefnaneyslu eða vandamál í einkalífinu séu þreytandi fyrir Justin og fólki sé gjarnt á að horfa aðeins á það neikvæða.

TMZ greindi frá því fyrr í þessum mánuði að aðdáendur hans hefðu áhyggjur af honum eftir að myndir náðust af honum þar sem hann var rauðeygður og með dökka hringi í kringum augun. Sögðu heimildarmenn TMZ að allar slíkar áhyggjur væru óþarfar þar sem Justin væri löngum stundum að vinna að nýju efni og þá tæki það á að vera foreldri með barn sem sefur lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor
Fókus
Fyrir 3 dögum

Justin Bieber birtir óræð skilaboð sem vekja upp spurningar um skilnaðarorðróminn

Justin Bieber birtir óræð skilaboð sem vekja upp spurningar um skilnaðarorðróminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni