Kraftur þakkar landsmönnum fyrir frábærar viðtökur og framlag til vitundarvakningar og fjáröflunar Krafts þetta árið.
Vitundarvakningin stóð yfir frá 22. janúar – 12. febrúar og var yfirskrift herferðarinnar í ár Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur.
Markmið átaksins var að vekja athygli á mikilvægi starfsemi Krafts og veita fólki innsýn inn í þær áskoranir sem fylgja því að greinast ungur með krabbamein eða vera aðstandandi.
Hér má sjá stutt samantektarmyndband frá herferðinni.
Kraftur er alfarið rekið fyrir velvild almennings og fyrirtækja í landinu og skiptir fjáröflun sem þessi félagið gríðarlega miklu máli.