fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Faðir Lindsay Lohan handtekinn – Velti eiginkonu sinni úr stól

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 24. febrúar 2025 17:30

Michael með dóttur sinni Lindsay Lohan. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, var handtekinn í Texas grunaður um ofbeldi og umsáturseinelti gegn eiginkonu sinni, Kate Major. Michael er meðal annars sakaður um að hafa velt henni úr stól.

People greinir frá þessu.

Michael Lohan, er 64 ára gamall, og auk þess að vera þekktur fyrir dóttur sína þá á hann sjálfur feril sem sjónvarpsmaður og leikari. Lindsay, sem Michael átti í fyrra hjónabandi, er eitt af sjö börnum hans. Michael giftist Kate Major árið 2014 og hefur hjónabandið verið stormasamt.

Kate, sem er 42 ára gömul, kærði Michael á föstudag, 21. febrúar, eftir að hún sá hann elta sig á bílastæði við læknastofu þar sem hún átti tíma. Sagði hún lögreglunni einnig frá því að hann hefði velt henni úr stól á heimili þeirra nokkrum dögum fyrr.

Var Michael handtekinn vegna ásakana um viðvarandi heimilisofbeldi. Tryggingargjaldið var ákveðið 30 þúsund dollarar, eða rúmlega 4 milljónir króna.

Stormasamt hjónaband

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld hafa verið kölluð til í deilum hjónanna, sem eiga saman tvö börn. Kate sótti um skilnað árið 2018 og vildi fullt forræði yfir þeim en ekkert varð úr skilnaðinum.

Michael Lohan er enn og aftur í vandræðum. Mynd/Sýslumaðurinn í Harris County

Það ár hafði Kate verið handtekin eftir að hafa kastað kerti í Michael með þeim afleiðingum að hann skarst á upphandlegg. Það mál var hins vegar látið niður falla.

Árið 2020 var Michael handtekinn fyrir líkamsárás gegn Kate á heimili í bænum Southampton í New York fylki.

Michael Lohan hefur einnig komist í kast við lögin og setið í fangelsi vegna annarra hluta. Meðal annars innherjasvik, líkamsárás og ölvunarakstur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“