fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2025 11:55

Orri ásamt dætrum sínum. Mynd: Daníel Þór Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fullt hús í Bíóhöllinni á Akranesi á laugardagskvöld þegar tónleikarnir Vonin blíð í Orrahlíð voru haldnir. Tónleikarnir voru styrktartónleikar fyrir Orra Harðarson, tónlistarmann og rithöfund, sem greindist með krabbamein í upphafi árs. 

Orri Harðarson á marga góða vini sem komu á Akranes á laugardagskvöldið og spiluðu lögin sín og hans í Bíóhöllinni okkar góðu undir yfirskriftinni: Vonin blíð í Orrahríð. Aðrir vinir komu og sögðu falleg orð milli tónlistaratriða og svo var salurinn líka smekkfullur af vinum.

Við sem stóðum að tónleikunum fengum nafnið lánað frá Orra sjálfum, en þegar hann greindist með krabbamein í upphafi árs bjó hann til lítinn upplýsinga-Facebook-hóp með sínum nánustu sem hann gaf þetta nafn.

Allir sem komu fram á Orrahríðinni gáfu sitt – líka Ísólfur og Bíóið og svo framvegis. Allt fyrir Orra og dætur hans tvær.

Það var mikil ást í loftinu allt kvöldið og það hefur kannski sjaldan komið jafn berlega í ljós hvað Orri á mikið af fínum lögum – lög öðlast oft nýtt líf Þegar annar en höfundurinn flytur. Töframómentin voru mörg á þessum tónleikum og ófáir fengu „ryk“ í auga.

Daníel ljósmyndari frá Blik stúdíó (blikstudio.is) er frábær ljósmyndari. Það er búið að gengisfella orðið frábært og ofnota – en hann er FRÁBÆR ljósmyndari og listamaður með næmt auga og kann á græjurnar. Myndirnar sýna svo vel hvað það var falleg stemning á tónleikunum,“

segir Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á Rás 2 í færslu sinni á Facebook. Þar deilir hann fjölda mynda frá tónleikunum, sem teknar eru af Daníel Þór Ágústssyni eiganda Blik stúdíó.

Það er enn hægt að kaupa bol frá Orrabúð sem þær SSS systur (Sólbjörg, Sunna, og Sigríður stjórna – og það er líka hægt að leggja inn á styrktarreikninginn fyrir dætur Orra.

Kennitala: 280249-4169

Reikningsnúmer: 0123-15-194552

Orri ásamt dætrum sínum, Karólínu og Birgittu Ósk. Mynd: Daníel Þór Ágústsson

„Það kann að virka undarlegt í þessum alvarlegu veikindum, en þau tár sem ég felli – nú um stundir – eru aðallega gleðitár. Ég er nefnilega svo uppfullur af þakklæti fyrir alla ykkar einstöku gæsku. Og nú, það nýjasta sem kom mér til að gráta, eru fregnir af tónleikum sem yndislegir vinir mínir ætla að halda í Bíóhöllinni hér á Skaganum, þar sem meiningin er að heiðra mig. Og safna um leið inn á framtíðarreikning fyrir dætur mínar. Ég er orðlaus af þakklæti,“ skrifaði Orri sjálfur þann 1. febrúar.

Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Ólafur Páll býður gesti velkomna. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Vel tekið á móti Orra þegar hann mætti í hús. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Nóg að gera í bolasölu. Mynd: Daníel Þór Ágústsson

Fram komu: Anna Halldórsdóttir, Bubbi Morthens, Ellen Kristjánsdóttir. Hildur Vala, Ívar Bjarklind, Jón Ólafsson, Karl Hallgrímsson, KK, Pálmi Gunnarsson, Pétur Ben, Ragnheiður Gröndal, Sunna Björk og Valgerður Jónsdóttir. Orrarnir, hljómsveit kvöldsins, voru þeir Birgir Baldursson, Eðvarð Lárusson, Flosi Einarsson, Guðmundur Pétursson og Jakob Smári Magnússon.

Bubbi Morthens. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Pétur Ben. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Ellen Kristjánsdóttir. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Mynd: Daníel Þór Ágústsson
KK. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Jón Ólafsson. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Kristín Eysteinsdóttir. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Orri nýtur út í sal. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Logi Einarsson. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Pálmi Gunnarson. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Ragnheiður Gröndal. Mynd: Daníel Þór Ágústsson
Bíóöllin Akranesi. Mynd: Daníel Þór Ágústsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áströlsk dómnefnd velur sigurstranglegasta lagið annað kvöld – Mjótt á efstu tveimur en eitt lag þykir áberandi slakast

Áströlsk dómnefnd velur sigurstranglegasta lagið annað kvöld – Mjótt á efstu tveimur en eitt lag þykir áberandi slakast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozempic er að eyðileggja félagslífið mitt – Og ég er ekki á lyfinu

Ozempic er að eyðileggja félagslífið mitt – Og ég er ekki á lyfinu