fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Benjamín kom upp um Patrik sem var ekki skemmt – „Eyddu þessu ógeðið þitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2025 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Benjamín Snær Höskuldsson, sem er í sveitinni Séra Bjössi, kom upp um vin sinn, söngvarann Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og var þeim síðarnefnda ekki skemmt.

Patrik kom fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar ásamt kynnum kvöldsins og ástsæla söngvaranum Herbert Guðmundssyni. Söngvakeppnin var í beinni útsendingu og var merkt þannig uppi í hægra horni, eins og venjan er, hins vegar voru greinilega einhver atriði tekin upp fyrir stóra kvöldið.

Benjamín var á Akureyri um helgina ásamt Patrik og birti myndband af súkkulaðidrengnum horfa á eigin flutning í beinni .

„Djöfull er ég að negla þetta,“ sagði Patrik í myndbandinu, sem hefur fengið yfir 50 þúsundir áhorfa.

@serabjossi @RÚV – fréttir ♬ original sound – Séra Bjössi

Patrik virtist ekki vera skemmt að Benjamín hafi birt myndbandið. „Eyddu þessu ógeðið þitt,“ skrifaði hann.

Netverjar voru frekar hissa á viðbrögðum Patriks, sem skrifaði þó ekkert meira og Benjamín hefur ekki enn eytt myndbandinu.

Það var þó ekkert hernaðarleyndarmál að Patrik var fyrir norðan um helgina en hann birti sjálfur nokkrar færslur í Story á Instagram frá Akureyri. Svo má ekki gleyma áhorfendum í sal sem sáu engan Patrik né Herbert uppi á sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Hvað er konudagur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“