fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Árnason hefur slegið í gegn með myndböndum á Facebook og TikTok. Í myndböndunum tekur Árni aulahúmorinn á ýmis þjóðfélagsmál og bendir á vankantana sem eru víða í vinnubrögðum borgarstjórnar og Alþingis.

„Ég hef fengið þvílík viðbrögð við myndböndunum og margir sett sig í samband við mig til að mynda vegna skipulagsmála í borginni og hvernig framferði borgarinnar er gagnvart borgarbúum,“ segir Árni í samtali við DV.

Myndband Árna um Tryggingastofnun fékk rúmlega 80 þúsund áhorf.

@arniarnas #reykjavik #iceland #fyp #viral #fyrirþig #islensktiktok #sjukratryggingar ♬ original sound – Arni

Sjálfur er Árni úr Garði en hefur verið búsettur í Reykjavík um árabil og starfað þar.

Finnst pólitíkin vera á villigötum

„Ég nam stjórnmálafræði, auðvitað er ég áhugasamur um pólitíkina en finnst hún vera á mörgu leyti á villigötum,“ svarar Árni aðspurður um hvort hann sé mikill áhugamaður um borgarmálin.

Og ríkisstjórnin, hvernig líst þér á hana?

„Ég bíð spenntur að sjá hvernig nýrri ríkisstjórn vegnar – það voru allir búnir að fá nóg þeirri sem var á undan – spurning hvort valkyrjurnar nái að starfa í þágu almennings án þess að allt sitji fast í nefndum og ráðum.“

@arniarnas #reykjavik #fyp #viral #fyrirþig #islensktiktok #iceland #alþingi ♬ original sound – Arni

Og væntanleg borgarstjórn?

„Varðandi borgina þá líst mér ekki ekki vel á nýjan meirihluta – það er löngu tímabært að borgarbúar fái hvíld frá Pírötum og Samfylkingunni. Þar má helst nefna að Píratar og Samfylking hafa verið við völd um árabil og skipulagsmálin eru í ruglinu og reistar rándýrar íbúðir sem seljast ekki á meðan þörfin er mikil sem hefur áhrif á leiguverð sem er komið út í vitleysu.“

@arniarnas #reykjavik #iceland #fyp #viral #fyrirþig #islensktiktok #reykjavikurborg ♬ original sound – Arni

@arniarnas #reykjavik #iceland #fyp #viral #fyrirþig #islensktiktok #reykjavikurborg ♬ original sound – Arni

Stjórnmál eiga að snúast um almenning og lífskjör þeirra

Það er augljóst að Árni hefur sterkar skoðanir á samfélagsmálum og stjórnmálum.

„Stjórnmálin í landinu þurfa að fara að snúast um almenning, lífskjör okkar, íbúðarverð, matarverð og framvegis – bankarnir þurfa að taka sig saman í andlitinu og fara að sýna okkur almenningi smá virðingu og stöðva græðinga – við komum ílla út í samanburði við nágrannalöndin á meðan fólk hér sem fjárfestir í þaki yfir höfuðið eru þrælar bankakerfisins nánast fram hinstu hvíldar.“

@arniarnas #flokkurfolksins #reykjavik #iceland #fyp #viral #fyrirþig #islensktiktok #reykjavikurborg #alþingi ♬ original sound – Arni

Fær hrós á mannamótum fyrir myndböndin

Árni segir að færslur hans á Facebook hafi fengið litla athygli og því hafi hann brugðið á það ráð að gera myndbönd í staðinn, eitthvað sem vakið hefur mun meiri athygli en hann átti von á.

„Ég hef verið með tuðpósta á Facebook um stöðuna í samfélaginu sem nær litlum árangri svo ég prófaði að setja þetta fram í grínívafi í myndböndum og það hefur komið mér verulega á óvart hvað þetta hefur slegið í gegn. Þúsundir íslendinga horfa á myndböndin og viðbrögðin standa ekki á sér – það er ljóst að það sem miður fer í samfélaginu kemst best til skila í gegnum aulahúmorinn minn.“

Í myndböndunum kallar Árni sig Uglu Tré, sem er greinilega ekkert ómögulegt og óviðkomandi og greinilega margra starfsmanna maki. Ómetanlegur aðstoðarmaður sem aldrei sést þó í mynd eða hljóði er svo Gógó.

„Það er hvatning til að halda þessu áfram Ugla Tré og Gógó ná til þjóðarinnar og mér finnst skemmtilegt að ég hef lent í því á mannamótum, veitingastöðum, í leikhúsi og viðar að fólk kemur upp að mér og kallar mig Uglu og þakkar fyrir myndböndin.“

Í nýjasta myndbandinu eru stöllurnar mættar á Alþingi og kryfja stóra plasttappamálið auk fleiri krefjandi málefna.

@arniarnas #reykjavik #fyp #viral #fyrirþig #islensktiktok #iceland #alþingi ♬ original sound – Arni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“