fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Ozempic er að eyðileggja félagslífið mitt – Og ég er ekki á lyfinu

Fókus
Föstudaginn 21. febrúar 2025 10:31

Pistlahöfundur The Sunday Times.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um Ozempic sem þróað var sem lyf í baráttunni gegn sykursýki en hefur svo reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Sífellt fleiri nota lyfið og hefur það verið talsvert í opinberri umræðu undanfarið. En það eru ekki allir hrifnir af þessari þróun.

Pistlahöfundur The Sunday Times sagði þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic vera að eyðileggja félagslíf hennar, en hún tekur sjálf ekki inn lyfið.

„Síðan lyf eins og Ozempic og Mounjaro komu á markaðinn hef ég verið umkringd fólki sem er að nota lyfin,“ segir konan, sem er 29 ára. Hún segir að pendúllinn hefur sveiflast frá Kardashian-systrum til Kate Moss á ný, að nú sé ekki lengur eftirsóknarvert að vera með línur heldur að vera tágrönn.

„Margar okkar, meðal annars ég, höfum reynt að léttast í gegnum árin og verið í „baráttu“ við aukakílóin. Við vinkonurnar höfum prófað alla megrunar- og matarkúra sem völ er á,“ segir hún og bætir við að margar vinkonur hennar ákváðu að prófa nýjasta æðið: Ozempic.

„Vinkona hefur hvíslað að mér, yfir matardiskum á veitingastað: „Bara svo þú vitir, þá er ég á pennanum.“

Ég skammast mín að viðurkenna þetta en ég ranghvolfi yfirleitt augunum innra með mér þegar ég heyri þetta. En af hverju krefst fólk, sem hefur misst allan áhuga á mat, að fara út að borða?“

Sjá einnig: „Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

Þreytandi

Konan segir að kannski sé það vani, hún sjálf elski að borða margra rétta máltíð á góðum veitingastað.

„En þrátt fyrir að vinkonur mínar á Ozempic séu varla með matarlyst þá geta þær ekki sleppt því að fara út að borða.

Þetta byrjar alltaf ágætlega en þegar við erum byrjaðar á öðrum rétti þá fæ ég að heyra: „Ég held ég geti ekki borðað mikið meira,“ á meðan þær ýta matnum um diskinn með gafflinum. Sumar taka lægri skammt af Ozempic fyrir þetta svo þær geti borðað almennilega, en verða svo bara veikar í miðri máltíð.

Þær verða fljótari ölvaðar, þynnkan er verri og ég get ekki einu sinni talað um þegar reikningurinn kemur. Þá fyrst verður þetta virkilega vandræðalegt, því ég borðaði alla mína máltíð og þær snertu ekki sína, eða verra, ég kláraði þeirra mat því ég á svo erfitt með matarsóun.“

Mynd/Getty Images

Konan segir að hún sé sjálf heilsumeðvituð og stundi líkamsrækt. „Ég hef líka gengist undir lýtaaðgerð, brjóstaminnkun þegar ég var 19 ára gömul. Þannig hver er ég að dæma einhvern fyrir að vilja breyta líkama sínum? Og ég get ekki logið, ég hef spáð í því að prófa sjálf Ozempic til að léttast en ég hef heyrt svo margar hryllingssögur um aukaverkanir.“

„Það er talað um að þessi lyf séu framtíðin og muni gera þjóðina heilbrigðari. En það er áhyggjuefni hvaða áhrif þetta hefur á lífsstíl fólks og enginn er að tala um það,“ segir hún og ræðir um myrku hlið bransans og um fólkið sem þarf ekki á lyfinu að halda af heilbrigðisástæðum heldur fer á það til að missa nokkur aukakíló.

„Margir líta frábærlega út og mér finnst frábært að þau hafa fundið lausn sem virkar fyrir þau. En sem einhver sem elskar að borða, tala, skrifa og hugsa um mat, þá er ég líka smá sorgmædd. Þannig kannski sting ég upp á kaffibolla og göngutúr næst þegar ég mæli mér mót með vinkonu.“

Sjá einnig: Íslenskar konur lýsa ólíkum upplifunum á Ozempic – „Myndi ekki óska mínum versta óvin það sem ég gekk í gegnum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Í gær

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye