fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“

Fókus
Föstudaginn 21. febrúar 2025 12:45

Ezzi. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn og áhrifavaldurinn Estefan Leó Haraldsson, betur þekktur sem Ezzi, varð fyrir hrottalegri líkamsárás fyrir nokkrum árum. Hann kærði en þá byrjaði hópurinn sem réðst á hann að elta hann og hræða.

Ezzi segir frá þessu í nýjasta þætti af Fullorðins, sem er á streymisveitunni Brotkast.

„Ég lenti í líkamsárás og eftir það þá var maður alltaf svo óöruggur, var alltaf að líta í kringum sig. Þá var maður að bera með sér vopn, til þess að einhvernveginn… þetta lét manni líða betur, öruggari,“ segir hann.

Ezzi fer stuttlega yfir forsöguna, en hann segir þetta hafa tengst stelpu sem varð fyrir ofbeldi.

„Þetta var einhver hópur, gengi, sem plataði mig einhvern veginn… ég var sautján ára og ætlaði að vera einhver hetja: Af hverju varstu að meiða þessa stelpu? Og svo ætlaði ég að hitta einhvern einn en svo voru þetta fullt af gæjum, eitthvað gengi, og það var lamið mig og sparkað í mig, þeir ætluðu ekkert að hætta.“

Ezzi segir að hann hafi sloppið vel miðað við aðstæður. „Maður er með einhver og eitthvað,“ segir hann.

Fjórhjól, krossari og BMW á eftir honum

Eftir árásina var Ezzi óviss um hvort hann ætti að kæra. „Ég endaði með að kæra þetta, svo fór þetta í ferli. Svo tveimur árum seinna gerðist eitthvað loksins. Þá byrjaði þetta gengi að elta mig til þess að reyna að hræða mig og fella niður kæruna. Það var alveg algjört helvíti þessir þrír mánuðir, að ganga í gegnum það,“ segir hann.

Ezzi rifjar upp eitt sérstaklega óhugnanlegt atvik. „Einn þeirra sá mig og byrjaði að hlaupa á eftir mér, ég hljóp á hraðbraut í Garðabænum og þetta var eins og í einhverri bíómynd. Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér og ég var hlaupandi á móti umferð á hraðbraut. Bara til að hræða mig frá einhverri kæru út af einhverju eldgömlu,“ segir hann og bætir við að hann hafi rétt svo sloppið.

Langaði ekki að draga kæruna til baka

Ezzi segir að hann hafi um tíma velt því fyrir sér hvort hann ætti að draga kæruna til baka svo þessu myndi ljúka. Hann segir að litla hjálp var að fá frá lögreglunni og endaði hann með að draga kæruna til baka, þó hann hafi ekki viljað það.

„Ég ætlaði ekkert að gera það, mig langaði ekki að gera það. Því ég vildi ekki sætta mig við að samfélagið væri svona. Það er sorglegt að ég hafi þurft að gera það.“

Þáttinn með Ezzi má horfa á í heild sinni á Brotkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“