fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Áströlsk dómnefnd velur sigurstranglegasta lagið annað kvöld – Mjótt á efstu tveimur en eitt lag þykir áberandi slakast

Fókus
Föstudaginn 21. febrúar 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralar elska Eurovision og er miðillinn Aussievision sérstakur vettvangur þar í landi fyrir allt sem við kemur keppninni. Nú hafa sérfræðingar Aussievision lagt mat sitt á úrslitakvöld Söngvakeppninnar hér á landi sem fram fer annað kvöld og hvaða lag þeir telja að vinni.

Sex lög taka þátt í keppninni annað kvöld en það eru:

  • Frelsið mitt með Stebba JAK
  • Eins og þú með Ágústi
  • RÓA með VÆB
  • Eldur með Júlí og Dísu
  • Aðeins lengur með Bjarna Arasyni
  • Þrá með Tinnu

Níu sérfræðingar miðilsins gáfu öllum lögunum stig: 12, 10, 8, 6, 4 og 2. Það er skemmst frá því að segja að áberandi slakasta lagið, að mati sérfræðinganna, er lagið Aðeins lengur með Bjarna Arasyni. Lagið fékk aðeins 24 stig samtals frá sérfræðingunum níu. Hæst fékk það 6 stig en frá hinum átta fékk það aðeins tvö stig, samtals 24 stig.

Í 4.-5. sæti er lagið Like You/Eins og þú með Ágústi sem fékk 54 stig. Einn úr hópnum gaf laginu 10 stig og tveir gáfu því 8 stig en aðrir minna. Deilir lagið þessu sæti með framlagi Stebba JAK, Set Me Free/Frelsið mitt sem fékk einnig 54 stig.

Daníel virðist vera í uppáhaldi hjá einum af dómurunum, Troy. „Hann er bara svo dásamlegur og lagið er skemmtilegt. Hversu sjarmerandi er þessi náungi,“ segir Troy.

Stebbi JAK hreif svo einn dómara, Joel, upp úr skónum. „Ég hlusta vanalega ekki á svona tónlist en þessi frammistaða er brjálæðislega góð. Flott sviðsframkoma, flott raddsvið og grípandi viðlag.“

Í 3. sæti eru svo þau Júlí Heiðar og Dísa með lagið Fire/Eldur en þau fengu samtals 70 stig, þar af fullt hús frá tveimur úr dómnefndinni. „Mjög grípandi lag og öðruvísi en öll önnur í keppninni í ár. Þetta mun skera sig úr, engin spurning,“ segir Joel.

Í 2. sæti að mati Aussievision er svo Tinna með lagið Words/Þrá, en dómnefndin gaf henni samtals 84 stig. „Það er eitthvað við þetta lag sem á virkilega vel við mig. Tinna er sjarmerandi og þessi kántrý-rödd hennar falleg. Lagið vantar kannski svona „vá-augnablik“ en þetta er flott,“ segir Emma.

Þá er bara eitt lag eftir og það eru Væb-bræðurnir með lagið Róa. Dómnefnd Aussievision telur að þeir séu sigurstranglegastir á morgun, en lagið fékk samtals 92 stig og fullt hús frá sex dómurum.

„Það hljóta að verða þeir, er það ekki? Grípandi danspopp og geimgallar – hvernig munu þeir ekki skera sig úr? Ísland á möguleika á skemmtilegu úrslitakvöld ef þeir fylkja sér á bak við þessa stráka,“ segir Kiel.

Hægt er að lesa umfjöllun Aussievision í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“