AK Pure Skin er húðvörulína og rekur Kristbjörg fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Aroni Einari Gunnarssyni.
Það skiptir miklu máli fyrir hana að allt sé alvöru, hrátt og náttúrulegt, en það eru þrjú megingildi AK Pure Skin að sögn Kristbjargar. „Og eitthvað sem við erum mjög stolt af,“ segir hún.
„Við ákváðum að gera hlutina öðruvísi. Fyrirsæturnar eru ekki með farða og við notum ekki Photosop til að breyta náttúrulegri áferð húðarinnar, eða fjarlæga línur og annað […] Fegurð snýst ekki um að eyða því sem gerir þig að þér, heldur um að fagna því. En samt finna margir fyrir pressu að slétta, hylja eða breyta einhverju sem er þegar fallegt. Sjálfsöryggi finnst ekki í leitinni að fullkomnun, heldur í eigin viðurkenningu.“
Að lokum segir hún:
„Njóttu þinnar náttúrulegu fegurðar. Slepptu hugmyndinni um „fullkomnun“ því hún er ekki til. Þú ert nóg alveg eins og þú ert.“
Kristbjörg deildi í kjölfarið mynd af sér, náttúrulegri og glæsilegri. Ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan prófaðu að endurhlaða síðuna eða smelltu hér.
View this post on Instagram