fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fókus

Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar í kvöld

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. febrúar 2025 09:56

Jóhanna Guðrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld heldur Söngvakeppnin áfram á RÚV þegar seinni fimm lögin keppa um að komast áfram í úrslitin 22. febrúar en þá verður framlag Íslands í Eurovision 2025 í Sviss í maí valið.

Síðasta laugardag komust þrjú lög áfram: Frelsið mitt með Stebba JAK, Eins og þú með Ágústi og RÓA með VÆB.

Ríflega 45% þjóðarinnar horfðu á fyrri undanúrslitin síðasta laugardagskvöld og svokallað uppsafnað áhorf var 57% en þetta er mesta áhorf á undanúrslit síðan árið 2019. Kosningaþátttaka í keppninni hefur aldrei verið meiri og uppselt er á alla fjóra viðburðina, þar með talið fjölskyldurennslið 21. febrúar.

„Við erum virkilega stolt af keppninni í ár og það er greinilegt að þjóðin tekur henni fagnandi. Áhorfið, miðasalan og þátttaka almennings eru í hæstu hæðum og það hvetur okkur áfram,segir Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar. „Stemningin í salnum síðustu helgi var algjörlega mögnuð og við gerum ráð fyrir mikilli spennu í kvöld. Ég hvet fólk til að taka þátt í kosningunni og velja sitt uppáhaldslag, öðruvísi kemst það ekki áfram.

Eins og venjulega verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði auk laganna sem keppa. Jóhanna Guðrún opnar kvöldið með því að flytja tvö lög. Sigurlag Svisslendinga í Eurovision, Ne partez pas sans moi, sem Céline Dion söng svo eftirminnilega árið 1988 og lagið Is it true sem Jóhanna söng fyrir Íslands hönd í Eurovision í Moskvu árið 2009. Með henni verða þau Erna Hrönn, Hera Björk og Friðrik Ómar sungu bakraddir á sviðinu 2009 þegar lagið hafnaði í 2. sæti í keppninni úti.

Sem fyrr verða kynnar keppninnar þau Gunna Dís, Benni og Fannar en einnig munu margir aðrir listamenn og skemmtikraftar láta ljós sitt skína. Áhorfendur fá til dæmis að heyra lag Daða Freys, Think about things, í óvæntri útgáfu.

Eins og síðasta laugardag mun símakosning landsmanna ráða úrslitum. Áhorfendur geta kosið með tvennum hætti: Með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags eða kjósa í appinu RÚV Stjörnur sem hægt er að nálgast á Google Play og Appstore.

Hér eru lögin sem keppa í kvöld og kosninganúmer þeirra:

Flugdrekar – Dagur Sig: 900-9901

Eldur – Júlí og Dísa: 900-9902

Rísum upp – Bára Katrín: 900-9903

Aðeins lengur – Bjarni Arason: 900-9904

Þrá – Tinna: 900-9905

Söngvakeppnin fer fram í Kvikmyndaveri RVK studios í Gufunesi og verður í beinni útsendingu á RÚV í kvöld kl. 19.45.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Konate til Frakklands?
Fókus
Í gær

Eru Kanye West og Bianca Censori hætt saman?

Eru Kanye West og Bianca Censori hætt saman?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband: Svona býrðu til QR-merki með aðstoð gervigreindarinnar

Myndband: Svona býrðu til QR-merki með aðstoð gervigreindarinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur Taylor Swift hefndu sín grimmilega

Aðdáendur Taylor Swift hefndu sín grimmilega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tönyu var rænt af öryggisverði skólans – Opnar sig um martröðina og hvernig hún komst undan tíu árum seinna

Tönyu var rænt af öryggisverði skólans – Opnar sig um martröðina og hvernig hún komst undan tíu árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dulin skilaboð og pólitísk ádeila í hálfleiksatriði Kendrick Lamar á Ofurskálinni

Dulin skilaboð og pólitísk ádeila í hálfleiksatriði Kendrick Lamar á Ofurskálinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið