fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Manstu eftir massaða átta ára stráknum? Svona er líf hans í dag

Fókus
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann var kallaður sterkasti átta ára drengur í heiminum þegar myndir af honum birtust á netinu upp úr síðustu aldamótum. Richard Sandrak, sem var kallaður Herkúles litli, vakti athygli fyrir ótrúlega líkamsbyggingu sína þrátt fyrir að vera enn aðeins barn.

Richard, sem var fæddur í borginni Luhansk í Úkraínu, stundaði lyftingar af miklu kappi þegar hann var barn og lögðu foreldrar hans ríka áherslu á að hann fetaði í fótspor þeirra og yrði öflugur íþróttamaður. Faðir hans var heimsmeistari í bardagalistum og móðir hans öflug fimleikakona. Átta ára gamall gat hann lyft 95 kílóum í bekkpressu sem er líklega meira en flestir fullorðnir karlmenn geta sagt.

Fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna þegar Richard var ungur og varð hann í raun heimsfrægur á einni nóttu. Hann fékk hlutverk í kvikmyndum og tók þátt í vaxtaræktarkeppnum vítt og breitt um Bandaríkin og þá var gerð heimildarmynd um hann sem kom út árið 2005.

Richard Sandrak árið 2015.

Í myndinni var skyggnst inn í líf hans og höfðu margir áhyggjur af þeim mikla aga sem ríkti á heimilinu. Hann var á sérstöku mataræði og þurfti að vera svo og svo lengi í ræktinni á degi hverjum.

Fór í aðra átt en hann stefndi í

Richard, sem í dag er 32 ára, hefur nú opnað sig um líf sitt sem barn en óhætt er að segja að hann hafi farið í dálítið aðra átt en hann stefndi í sem barn. Í viðtali við Metro segir Richard að hann hafi verið misnotaður „líkamlega og andleg“ af föður sínum, Pavel Sandrak sem sá um að þjálfa hann.

„Pabbi fékk stundum reiðiköst og það sem átti að vera venjuleg æfing endaði kannski á að ég þurfti að framkvæma ákveðin spörk stanslaust í tólf tíma. Það voru fleiri æfingar en ég kæri mig um að muna sem enduðu eins og einskonar gíslataka.“

Í viðtalinu rifjar Richard einnig upp að á morgnana hafi hann æft blandaðar bardagalistar og seinni partinn lyft lóðum. Þegar hann horfði á sjónvarpið lét faðir hans hann taka hnébeygjur stöðugt. Árið 2003 breyttist líf hans þegar faðir hans réðst harkalega á móður hans með þeim afleiðingum að hann var sendur úr landi og aftur til Úkraínu.

Gat ekki mætt í ræktina lengur

Richard hætti svo að lyfta þegar hann var sextán ára en þá hafði hann áttað sig á því að hann hafði engan áhuga á að verða vaxtaræktarmaður. „Ég fékk einskonar áfallastreituröskun þegar ég fór í lyftingarsalinn. Lyftingar tengdust fortíð minni.“

Hann lenti einnig í allskonar vandræðum í einkalífinu sem hann rekur til æsku sinnar. Hann bragðaði fyrst áfengi níu ára en fór að drekka það af alvöru þegar hann komst á fullorðinsárin. Hann glímdi við áfengissýki og drakk heila flösku af tekíla á hverjum degi.

Eftir að hann komst á botninn hætti hann að drekka og hann hefur verið edrú núna í rúmt ár. Hann hefur nú hug á að deila reynslu sinni með öðrum og hugsanlega skella sér út í einkaþjálfun. Hann býr í dag í Los Angeles með kærustu sinni og tveimur köttum og starfar sem verslunarstjóri í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikskólakennari fór niður hættulega braut eftir swing-partý

Leikskólakennari fór niður hættulega braut eftir swing-partý
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sýndu Kraft með prjóni“

„Sýndu Kraft með prjóni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar