fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fókus

Framkoma Þorsteins sögð „hrokafull og ókurteis“ í samtali við Frosta – Svarar fyrir sig – „Koma beint upp úr incel búbblu Brotkastsins“

Fókus
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 09:45

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson voru gestir í þætti hjá Samstöðinni undir stjórn Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp. Þorsteinn hefur verið gagnrýndur fyrir framkomu sína í þættinum og sagður hafa verið dónalegur og hrokafullur. Þorsteinn svarar gagnrýnendum og spyr hvort þeir hafi eitthvað málefnalegt í höndunum gegn málflutningi hans.

Þeir sem hafa fylgst með þjóðfélagsumræðu í gegnum árin vita að Frosti og Þorsteinn hafa tekist reglulega á um hin ýmsu mál, þá aðallega varðandi karlmennsku og samskipti kynjanna og öðru því tengdu. Þeir komu einmitt í þáttinn til að ræða þau mál.

Sjá einnig: Frosti telur endalokin nálgast hjá Þorsteini sem leitar að milljónamæringi – „Hann virðist vera að fara yfir um“

 

Um fjögur þúsund manns hafa horft á þáttinn og virðist framkoma Þorsteins hafa farið í taugarnar á einhverjum.

Gunnar Dan Wiium, hlaðvarpsstjórnandi, skrifaði á Facebook: „Mæli með að hlusta á þetta viðtal. Ómálefnalegur, hrokafullur, reiður og hámenntaður kynjafræðingur lætur ljós sitt skína.“

Hann deildi einnig færslu Steindórs Þórarinssonar, markþjálfa, um viðtalið. Steindór sagði að þetta væri eins og fóstbræðrasketz.

„Framkoma Þorsteins er ekki bara dónaleg, heldur óttalega ófagleg, ómálefnaleg og þegar kynjafræðingurinn sjálfur getur ekki einu sinni sagt hvað „karlmennska“ er fyrir honum,“ segir hann og hrósaði síðan Frosta:

„Frosti Logason sýndi að hann er tilbúinn að skoða og hlusta á sjónarhorn andstæðings, og vill halda samtalinu áfram, meðan Steini var froðufellandi, og talaði niður til karlmanna, meira að segja Maríu þáttstjórnanda stundum en hún er þekktur femínisti en sýndi að hún var líka til í að taka samtalið til að bæta samfélagið okkar […] Eitruð karlmennska í sinni tærustu mynd þarna með rautt naglalakk.“

„Ég var bara forvitinn“

Tugi athugasemda hafa einnig verið ritaðar við viðtalið á YouTube þar sem fleiri tóku í sama streng. Þorsteinn virðist hafa tekið eftir gagnrýninni og tjáði sig um málið á Instagram. Hann byrjaði á því að tala um viðtalið sjálft.

„Hvað fyrirlít ég í orðræðu Frosta? Til dæmis að hann velji nánast alltaf kallakalla hot take á næstum öll jafnréttismál. Af hverju ekki bara stundum að staldra við,“ segir hann og ræðir síðan um neikvæðu athugasemdirnar í hans garð.

„Ég var bara forvitinn, sorrí memmig, hvernig stemningin væri í kommentakerfinu,“ sagði hann og birti nokkur skjáskot þar sem fólk gagnrýndi hann.

Skjáskot/Instagram

„Þetta var áhugavert. Var þó að vona eftir þroskaðra samtali. Þessi Þorsteinn virðist bara óhæfur til að ræða þessi mál. Ókurteis og hrokafullur. Hann sýnir öll þau persónueinkenni sem hann segist tala gegn,“ sagði einn netverji.

„Mér þótti það málflutningi Þorsteins ekki mikið til framdráttar þessi yfirlætisfulla framkoma. Það var leitt, því ég var spenntur fyrir samtali á milli þessara tveggja póla,“ sagði annar.

„Þorsteinn, af hverju býstu við að fólk taki þig alvarlega þegar þú ert of tilfinningaríkur og dónalegur í svona samræðum við andstæðinga,“ sagði annar við myndbandið á YouTube.

Þorsteinn V. Einarsson.

Þorsteinn svarar fyrir sig

Fyrst byrjar Þorsteinn á að svara einni athugasemd þar sem hann er kallaður „Steini Vagína“ og er sagður tala með rassgatinu.

„Ókei, málefnalegt. „Uppnefna“ mig með dæmigerðri kvenfyrirlitningu og segja mig tala með rassgatinu. MMmmkei,“ segir hann og snýr sér síðan að hinum athugasemdunum.

„Aðrir virðast koma beint upp úr incel búbblu Brotkastsins, mættastir til að verja frelsarann sinn. Ágætt að vitið er ekkert að þvælast fyrir þeim. Flottir strákar.

Stóra vandamálið er greinilega hvað ég er ógeðslega hrokafullur, dónalegur og tilfinningasamur. Þarf sennilega að finna Jesú. En mér þætti áhugavert að vita hvaða málefnalegu gagnrýni á minn málflutning þessir sjomlar geta týnt til. Ég hef ekki heyrt neitt.

En ég get svo sem ekki sagt að þessi komment komi á óvart. Þegar þú ert fastur í 1960 þá eðlilega er svona geimvera eins og ég verulega skrýtin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Í gær

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“

Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vann hug og hjarta heimsins og mætir nú í Eldborg

Vann hug og hjarta heimsins og mætir nú í Eldborg