fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Lýtalæknir greinir frá nýju trendi eftir útspil Biöncu

Fókus
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 10:11

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór ekki framhjá neinum að ástralski arkitektinn, Bianca Censori, mætti nakin, eða svona eiginlega, á rauða dregilinn fyrir Grammy verðlaunahátíðina fyrr í febrúar.

Hún mætti ásamt eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West, sem var sjálfur fullklæddur. En það hefur verið ákveðið þema hjá þeim síðastliðin ár að hann sé ávallt kappklæddur og hún í litlu sem engu.

Sjá einnig: Bianca hefur aldrei gengið svona langt – Mætti nakin á rauða dregilinn

Eins og fyrr segir vakti málið mikla athygli en ekki nóg með það þá hefur það haft áhrif á fegrunarbransann.

Samkvæmt lýtalækninum Christopher Costa hefur stofa hans í Las Vegas séð 50 prósent aukningu í beiðnum frá viðskiptavinum sem vilja ólmir breyta líkama sínum svo hann líkist líkama Biöncu.

Bianca á Grammy-verðlaunahátíðinni. Mynd/Getty Images

„Þetta segir mikið um hvað konur vilja í raun og veru,“ sagði læknirinn við TMZ. „Fólk gerir ráð fyrir því að konur sem gangast undir fegrunaraðgerðir vilja vera feik og mjög ýktar, en núna, árið 2025, er ákveðið trend í gangi að konur vilja aðgerðir sem aðrir sjá ekki, aðgerðir sem er erfitt að greina hvort einhver hafi gengist undir. Fólk vill virðast náttúrulegt.“

Costa segir að líkami Biöncu sé bæði curvy og náttúrulegur. „Hún er ekki of mikið, hún lítur bara vel út,“ segir hann.

Læknirinn sagði að viðskiptavinir hans séu ekki lengur að biðja um jafn miklar öfgar eins og áður.

Hann útskýrði hvað felst í því að fá „Biöncu útlitið“. Venjulega myndi viðkomandi gangast undir fitusog og fituflutning, þar sem hann myndi færa fitu frá ákveðnum svæðum í önnur svæði til að búa til þessa „stundaglasa lögun“.

Mynd/Getty Images

Hann tók það samt fram að það geta ekki allar líkamstýpur gengist undir slíka aðgerð, hann sagði það fara eftir líkamsgerð hvers og eins.

Aðgerðin getur kostað allt frá 4,2 til 10,7 milljónum.

Sjá einnig: Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“