fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskipta- og markaðssérfræðingurinn Valgerður Anna Einarsdóttir, kölluð Vala, hannaði Lífið er núna húfurnar í ár fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hönnun húfanna er innblásin af verkum systur Völu, Þórunnar Maríu Einarsdóttur, sem var prjónahönnuðurinn og listakonan Tóta Van Helzing. Tóta lést eftir erfiða og hetjulega baráttu við krabbamein í desember 2021.

Í mjög einlægu viðtali hjá Fókus, spjallþætti DV, segir Vala frá systur sinni, sköpunarkraftinum og ótrúlegu hæfileikum hennar að skapa eitthvað einstakt. Hún ræðir um baráttu Tótu við krabbameinið, símtalið sem engin systir vil fá og kveðjustundina sem kom allt of snemma.

Vala hefur síðastliðin ár haldið áfram með verkefnið Tóta Van Helzing og haldið lista- og tískusýningar með verkum Tótu. Nú stendur yfir listasýning, House of Van Helzing, í Rammagerðinni við Laugaveg 31. Lífið er núna húfurnar má kaupa í Rammagerðinni, Hagkaup, Krónunni og á Lifidernuna.is.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á hann á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Sjá einnig: „Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“

Tóta vann sem prjónahönnuður í nokkur ár áður en hún greindist með krabbamein og var virkur félagsmaður í Krafti.

„En þeir sem vita eitthvað um systur mína vita að hennar verk eru rosalega… Það sem hún er mest þekkt fyrir er að vera extravagant,“ segir Vala.

„Þegar ég var beðin um að hanna húfurnar vissi ég nákvæmlega hvernig ég ætti að túlka verk systur minnar. Hún hannaði peysur sem voru allar prjónaðar úr mismunandi garni, mismunandi prjóni, þannig það myndaðist svona mjúkur skúlptúr.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by vala (@valgerdurae)

Þaðan kom hugmyndin að blanda saman prjóni fyrir appelsínugulu húfuna. Vala segir að hún hafi einnig fengið innblástur fyrir efnisvalinu frá systur sinni en húfurnar eru úr 50 prósent ull og 50 prósent endurunnu nyloni. „Allur efniviður sem hún notaði í sín verk var endurunnið garn sem hún fann á nytjamörkuðum eða rakti upp úr öðrum peysum eða fékk gefins,“ segir Vala.

Svarta húfan er með mynstri sem sameinar bæði Tótu Van Helzing og Kraft.

Vala með Lífið er núna húfurnar í ár.

„Lífið er núna lógóið er með svona línuriti á hliðinni og í lógói systur minnar er með leðurblaka. Ég var að teikna leðurblökuna og var að hugsa hvernig gætum við gert þetta, sett þetta saman svo þetta verði Kraftur og Lífið er núna herferðin, og þá myndaðist þetta skemmtilega mynstur í uppábrettingunni á húfunni, sem er Lífið er núna línurnar og leðurblaka systur minnar. Það er eins og þetta hafi alltaf átt að vera.“

Mynd: Juanjo Ivaldi

Vala opnaði sig á Instagram fyrir stuttu um ákvörðun hennar að halda áfram með Tóta Van Helzing. Hún sagði að hún væri ekki að þessu því hún væri vængbrotin systir sem væri að syrgja með þessum hætti. Hún sagði það ekki vera rétt, heldur væri hún að tala frá sjónarhorni viðskiptafræðings, markaðsfræðings, listunnanda og tískuelskanda.

„Tóta Van Helzing, við skulum hafa það á hreinu, er ekki systir mín. Tóta Van Helzing er larger than life karakter og ofboðslega fær listakona og prjónahönnuður. Þórunn María Einarsdóttir er systir mín,“ segir Vala.

Hún segir að áður en Tóta dó var hún alltaf að hvetja systur sína til að vera sýnilegri á samfélagsmiðlum og auglýsa sig meira. „En samt eins og með systur mína, hún vildi ekki alltaf gera það sem ég sagði henni að gera,“ segir Vala og hlær.

„Hún sem listakona, henni fannst mjög erfitt að koma sér á framfæri og maður skilur það alveg. Þetta er kannski mjög innvinklað í listafólk, það á kannski erfitt með að segja: „Hey, sjáðu hvað ég gerði ógeðslega flott og finnst þér þetta ekki flott líka? Værir þú ekki til í að kaupa þetta af mér á marga þúsund kalla?“ Þeim finnst erfitt að auglýsa sig sjálfir og það er ekki fyrir alla.“

Frá tískusýningunni á Seyðisfirði. Mynd: Juanjo Ivaldi

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“

Vala segist oft óska þess að þær systur hefðu byrjað að vinna saman fyrr.

„Þegar hún dó, því ég náttúrulega fylgdist með henni alla okkar ævi, að vera að vinna, að vera að skapa og gera eitthvað geggjað, bara frá því að hún var lítil og fór í tækniskólann og fór í Glasgow School of Art og kom heim og fór að vinna í kvikmyndagerð. Þannig ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið.“

Vala segir að systir hennar hafi verið mikil nátthrafn og eftir á litið skilur hún betur af hverju. „Henni fannst rosalega gott að vinna á næturnar, hún setti bara einhverja góða þætti og síðan prjónaði hún eins og vindurinn. Algjörlega frjáls frá öllum öðrum og algjörlega frjáls frá öllu áreiti. Hún bara lokaði hurðinni og var inni í sínum helli og hún var rosalega mikil leðurblaka ef maður pælir í því,“ segir hún. En eins og hefur komið fram þá er leðurblaka í lógói Tótu Van Helzing.

„Hún vann ótrúlega mikið. Það eru þrjú ár síðan hún dó og ég er enn að vinda ofan af öllu sem hún hefur gert,“ segir Vala og bætir við að hún sé enn að finna eitthvað nýtt sem systir hennar gerði.

Vala og móðir hennar. Mynd/Ólöf Helgadóttir

„Þessar peysur sem ég er að sýna í House of Van Helzing sýningunni þær eru bara toppurinn af ísjakanum. Ég á aðrar peysur eftir hana, svo á ég hettur eftir hana, ég á alls konar teikningar, alls konar keramík og skart sem hún hefur búið til. Þetta er listasafn eftir hana og það er ótrúlegt að sjá það.“

„Ég verð að sýna þetta“

Fyrsta sýningin var hálfu ári eftir fráfall Tótu, á LungA 2022, en systir hennar hafði verið viðloðin hátíðina í gegnum árin. „Ég fann bara svo sterka köllun: Ég verð að sýna þetta, ég verð að gera eitthvað með þetta. Ég get ekki bara látið þetta bara vera hérna.““

Sumarið 2022 hélt Vala tískusýningu þar sem vinir Tótu voru fyrirsæturnar og gengu niður regnbogastrætið á Seyðisfirði. „Það var alveg klikkað,“ segir Vala.

Frá tískusýningunni á Seyðisfirði. Mynd: Juanjo Ivaldi
Frá tískusýningunni á Seyðisfirði. Mynd: Juanjo Ivaldi
Frá tískusýningunni á Seyðisfirði. Mynd: Juanjo Ivaldi
Frá tískusýningunni á Seyðisfirði. Mynd: Juanjo Ivaldi
Frá tískusýningunni á Seyðisfirði. Mynd: Juanjo Ivaldi

Nú stendur yfir listasýning, House of Van Helzing, í Rammagerðinni við Laugaveg 31. Lífið er núna húfurnar má kaupa í Rammagerðinni, Hagkaup, Krónunni og á Lifidernuna.is.

Tóta Van Helzing er á Instagram og Facebook. Til að fylgja Völu á Instagram smelltu hér. Lífið er núna húfurnar eru til sölu í Krónunni, Hagkaup, Rammagerðinni og á Lifidernuna.is.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“
Fókus
Í gær

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur mennsk losun gróðurhúsalofttegunda lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar?

Hefur mennsk losun gróðurhúsalofttegunda lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum
Hide picture