fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fókus

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Fókus
Laugardaginn 8. febrúar 2025 10:56

Keppendur á fyrra undanúrslitakvöldinu. Mynd: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefst í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Í tilkynningunni kemur fram að 5 lög keppa í köld um að komast áfram í úrslitin 22. febrúar en þá verður framlag Íslands í Eurovision 2025 í Sviss, sem fram fer í maí, valið.

Undanúrslitakvöldin verða tvö, í kvöld og næsta laugardag. Fimm lög keppa hvort kvöld þar sem þrjú lög komast áfram í gegnum símakosningu áhorfenda. Það verða því sex lög sem keppa á úrslitakvöldinu en þá mun niðurstaða alþjóðlegar dómnefndar vega helming á móti símaatkvæðum almennings.

Ekkert einvígi

Í tilkynningunni er minnt á að hið svokallaða einvígi sem verið hefur síðastliðin ár á úrslitakvöldinu, milli tveggja efstu laganna verður ekki í ár, heldur er notast við svipað fyrirkomulag og í forkeppni Svía, Melodifestivalen og Eurovision-keppninni sjálfri.

Eins og venjulega er boðið upp á ýmis skemmtiatriði í keppninni en í kvöld mun söngvarinn Aron Can opna keppnina þegar hann flytur lögin Monní og Poppstirni. Kynnar keppninnar, þau Gunna Dís, Benni og Fannar bregða einnig á leik og fá til sín góða og óvænta gesti.

Kynnar keppninnar. Mynd: RÚV

Lögin

Samkvæmt tilkynningunni eru lögin og flytjendurnir sem keppa í kvöld eftirfarandi en fyrir aftan hvert lag er símanúmer sem hægt er að hringja í til að kjósa lagið:

Frelsið Mitt – Stebbi JAK: 900-9901

Ég flýg í storminn – BIRGO: 900-9902

Eins og þú – Ágúst: 900-9903

Norðurljós – BIA: 900-9904

RÓA – VÆB: 900-9905

Viðburðurinn

Listrænir stjórnendur keppninnar í ár eru þau Selma Björnsdóttir og Thomas Benstem. Með þeim starfar einnig danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen og aðstoðarleikstjórinn Sigurður Þór Óskarsson. Sviðshönnun er í höndum Luxor, ljósahönnuður er Davíð Már Almarsson og leikmunahönnuður er Alfreð Sturla Böðvarsson.

Yfir hljóði eru Gísli Kjaran og Teitur Ingi Sigurðsson, stílisti keppnisatriða er Sylvía Lovetank og Make-up Studio Hörpu Kára annast hár og förðun. Útsendingastjórar keppninnar eru þeir Þór Freysson og Vilhjálmur Siggeirsson.

Söngvakeppnin fer fram í Kvikmyndaveri RVK studios í Gufunesi og verður í beinni útsendingu á RÚV í kvöld kl. 19.45. Uppselt er á viðburðinn en enn eru nokkrir lausir miðar næsta laugardag þegar seinni fimm lögin verða flutt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian sögð verulega ósátt eftir skandalinn á Grammy-hátíðinni

Kim Kardashian sögð verulega ósátt eftir skandalinn á Grammy-hátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur lætur höggin dynja á Kaftein Ameríka- „Þarftu pásu?“

Jóhannes Haukur lætur höggin dynja á Kaftein Ameríka- „Þarftu pásu?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vin Diesel lullar í lægsta gír

Vin Diesel lullar í lægsta gír