fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Swift ekki sátt og finnst hún notuð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Taylor Swift finnst hún notuð af bestu vinkonu sinni, leikkonunni Blake Lively, eftir að hafa verið dregin inn í málaferli Lively og leikstjórans og leikarans Justin Baldoni.

Heimildamaður segir Swift alls ekki sátta eftir að hafa verið nefnd „einn af drekum Blake“ eftir að meint skilaboð Lively voru opinberuð í gagnmáli Baldoni gegn Lively.

Sjá einnig: Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum

Í skilaboðunum er ekki tilgreint hverjir „drekar“ Lively eru, en flestir eru á því að leikkonan eigi þar við eiginmann sinn, leikarann Ryan Reynolds og bestu vinkonu sína til margra ára, Swift.

„Ef þú kemst einhvern tíma í það að horfa á Game of Thrones muntu meta að ég er Khaleesi og eins og hún á ég nokkra dreka,“ stendur í meintum skilaboðum Lively til Baldoni.

„Með góðu eða illu, en venjulega til hins betra. Vegna þess að drekarnir mínir vernda líka þá sem ég berst fyrir. Þannig að við njótum í raun öll góðs af þessum glæsilegu skrímslum mínum. Þú munt gera það líka, því get ég lofað þér.“

Baldoni segir Lively þar vísa til Swift eftir að hann sendi Lively SMS um handritsbreytingar hennar og skrifaði: „Ég elska virkilega það sem þú gerðir. Það hjálpar virkilega mikið. Gerir þetta svo miklu skemmtilegra og áhugaverðara. (Og mér hefði liðið þannig án Ryan og Taylor).“

Heimildamaður Page Six segir Swift hafa kosið það frekar að vinkona hennar hefði ekki sett hana í þessa stöðu.

Swift og Lively „hafa verið vinir í mörg ár og Taylor þykir vænt um ósvikna vináttu þeirra, en hún getur ekki annað en fundið fyrir því  núna að hafa verið notuð. Hún vill halda sér frá þessu drama eins mikið og hægt er.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 1 viku

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“