Hún mætti nakin, eða svona nánast, á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina um helgina. Hún var aðeins klædd í mjög stuttum, þunnum og gegnsæjum kjól – og engu undir – sem Kanye hannaði.
Sjá einnig: Bianca hefur aldrei gengið svona langt – Mætti nakin á rauða dregilinn
Þau bæði hafa fengið yfir sig holskeflu af ljótum athugasemdum og gagnrýni. Hann hefur verið sakaður um að stjórna Biöncu og hafa margir áhyggjur af velferð hennar.
Sjá einnig: Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“
Bianca hefur einnig verið harðlega gagnrýnd fyrir athæfið og að hafa komið fram nakin á almannafæri.
En Kanye er hæstánægður með þetta allt saman og sagði á X, áður Twitter, að „fyrsti rauði dregill eiginkonu minnar hefur opnað nýjan heim.“
„Ég er endalaust að stara á þessa mynd eins og ég var að stara fullur aðdáunnar á hana í gær hugsandi: Vá, ég er svo heppinn að eiga eiginkonu sem er svo klár, hæfileikarík, hugrökk og heit.“
Að lokum sagði hann: „Fólk spyr: Hvernig myndi mömmu þinni líða? Þú þekkir ekki mömmu mína, tík.“