fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fókus

Kemur eiginkonu sinni til varnar – „Klár, hæfileikarík, hugrökk og heit“

Fókus
Föstudaginn 7. febrúar 2025 09:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West lætur gagnrýnendur heyra það og kemur eiginkonu sinni, ástralska arkitektinum Biöncu Censori, til varnar.

Hún mætti nakin, eða svona nánast, á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina um helgina. Hún var aðeins klædd í mjög stuttum, þunnum og gegnsæjum kjól – og engu undir – sem Kanye hannaði.

Sjá einnig: Bianca hefur aldrei gengið svona langt – Mætti nakin á rauða dregilinn

Þau bæði hafa fengið yfir sig holskeflu af ljótum athugasemdum og gagnrýni. Hann hefur verið sakaður um að stjórna Biöncu og hafa margir áhyggjur af velferð hennar.

Sjá einnig: Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“

Bianca hefur einnig verið harðlega gagnrýnd fyrir athæfið og að hafa komið fram nakin á almannafæri.

En Kanye er hæstánægður með þetta allt saman og sagði á X, áður Twitter, að „fyrsti rauði dregill eiginkonu minnar hefur opnað nýjan heim.“

„Ég er endalaust að stara á þessa mynd eins og ég var að stara fullur aðdáunnar á hana í gær hugsandi: Vá, ég er svo heppinn að eiga eiginkonu sem er svo klár, hæfileikarík, hugrökk og heit.“

Að lokum sagði hann: „Fólk spyr: Hvernig myndi mömmu þinni líða? Þú þekkir ekki mömmu mína, tík.“

Sjá einnig: Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir