fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Donald og Melania Trump eru mætt aftur í Hvíta húsið. 24 ár skilja þau að, hann er 78 ára og hún 54 ára, en þau hafa verið gift í 20 ár.

Margir vilja meina að Melania sé áhrifalítil og algjörlega í skugga eiginmanns síns, en ljósmyndari forsetafrúarinnar hefur aðra sögu að segja. 

„Það er eitthvað við hana, sterk kona, sem býr á sama tíma yfir mjúkum krafti, hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn,“ sagði opinber ljósmyndari forsetafrúarinnar, Régine Mahaux, við Hello! tímaritið í viðtali sem birt var á mánudaginn.

Mahaux viðurkenndi að hún velti stundum fyrir sér hvernig Melania  hafi „hugrekki til að halda áfram“.

„Þau hafa gengið í gegnum svo margt. Hún er skuldbundin hjónabandinu. Hún elskar hann og hann elskar hana.“

Mauhaux fullyrðir að á sama tíma og Melania geti algjörlega staðið á sínu eigi hún ekki í neinum vandræðum með að halda sig utan sviðsljóssins og einbeita sér að velferð eiginmanns síns, og sonar þeirra Barron, 18 ára.

„Hún er alltaf á réttum stað. Hún er alltaf á bak við manninn sinn. Hann er í sviðsljósinu, hún þarf ekki ljósið. Hún er mjög góð í að vera í öðru sæti,“ sagði Mahaux og bætti við: „Það er alltaf maðurinn hennar fyrst, og mér líkar það, hún hefur sterk fjölskyldugildi, að vera góð eiginkona og tryggja að þau séu hamingjusöm.“

Hjónin ásamt syninum Barron

Melania er að sögn Mauhaux á allt öðrum stað en hún var á fyrra  kjörtímabili Trumps  í Hvíta húsinu fyrir átta árum.

„Hún hefur alltaf verið með puttann á púlsinum. en hún er frjálslegri í dag til að gefa út yfirlýsingar,“ sagði Mahaux. „Hún er önnur manneskja en hún var fyrir átta árum og hefur alltaf verið samkvæm sjálfri sér. Að þessu sinni líður mér eins og það sé önnur orka með nýju fólki sem forsetinn hefur umkringt sig með.“

Melania og Trump árið 1999. Þau giftu sig árið 2005.

Samhliða hollustu sinni við fjölskylduna hefur Melania einnig það orðspor að vera einstaklega góð við tryggt starfsfólk sitt. 

„Þegar ég var nýbyrjuð að vinna fyrir frú Trump var ég að undirbúa föt fyrir mátun og sá hana setja skó í ferðatösku,“ sagði stílistinn hennar, Hervé Pierre, við tímaritið. „Ég sagði henni strax að hún gæti það ekki og það væri mitt hlutverk að gera það og hún svaraði: „Ég pakka alltaf sjálf svo ég sé viss um hvað er í farangrinum mínum.“ „Hún mun líka búa til kaffi handa þér sjálf. Þannig að ef þú hefur þá sýn á Melaniu að hún sé  umkringd þjónum, þá hefurðu rangt fyrir þér.“

Innanhússhönnuður forsetafrúarinnar segir hana fróðleiksfúsa og hugsandi.

„Hún metur mikils að hlusta og læra af öðrum þegar viðfangsefnið eða sagan er henni ókunnugt,“ segir Tham Kannalikham. „Hún skilur kraftinn sem felst í því að hlusta – mikilvægur eiginleiki sterkrar forystu, sem oft gleymist.

Page Six greindi frá því í síðasta mánuði að Melania hafi gefið yfirlýsingu um sjálfstæði sitt með fatavali á vígsluathöfn eiginmannsins, sjóherjafrakki og hattur.

„Hún er alveg sama. Hún er ólæsileg, órannsakanleg – og henni líkar það þannig,“ sagði tískublaðamaðurinn og sagnfræðingurinn Nancy MacDonell við Page Six. „Útlitið sagði „Ég er gallalaus og við stjórn,“ og það sýndi að hún ætlar að gera hlutina á sinn hátt í þetta skiptið og hún mun ekki líta í baksýnisspegilinn.“

Melania viðurkenndi að hún er ekki sammála öllu sem eiginmaður hennar gerir í embættinu.

„Ég er ekki alltaf sammála því sem maðurinn minn er að segja eða gera, og það er allt í lagi,“ sagði hún við Fox News í janúar. „Ég gef honum mín ráð og stundum hlustar hann, stundum ekki.“ 

Fyrsta opinbera mynd Melaniu í Hvíta húsinu

Melania sagði einnig að hún og eiginmaður hennar væru ekki ein heild og að hún væri meira en bara eiginkona Donalds.

„Kannski skildu fólk mig ekki eins og það gerir núna, og ég hafði ekki mikinn stuðning. Kannski líta sumir á mig sem eiginkonu forsetans. En ég stend á eigin fótum, sjálfstæð. Ég hef mínar eigin skoðanir.“

Melania mun skipta tíma sínum á milli Hvíta hússins í Washington Mar-a-Lago og Trump Tower í New York, þar sem sonur þeirra er nýnemi við háskólann.

„Fyrsta forgangsverkefni mitt er að vera móðir, að vera forsetafrú, að vera eiginkona, og þegar við erum fram yfir 20. janúar að þjóna landinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“