fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Meghan Markle og Billie Eilish tóku höndum saman – Glöddu unglingsstúlku sem missti allt

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, greindi frá því í færslu á Instagram í gær að hún og tónlistarkonan Billie Eilish hefðu saman aðstoðað unglingsstúlku sem missti allt sitt í skógareldunum sem geisuðu í ár í Los Angeles.

„Mér var bara sagt að eitthvað væri komið sem ég hef beðið eftir,“ sagði Markle í myndbandi þar sem sjá má hana ganga um heimili sitt. Hún tekur síðan andköf þegar hún sér kassa fullan af vörum.

Markle segir frá því að fyrir tveimur eða þremur vikum hafi hún og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, heimsótt samfélag í Altadena í Kaliforníu sem var í rúst eftir skógareldana, en margir íbúar Altadena misstu heimili sín í Eaton-eldinum. Markle hitti þar mæðgur sem voru að kanna skemmdir á heimili sínu.

„Þessi mamma hafði fundið nokkra hluti, og þegar ég var að tala við hana sneri ég mér við og sá þessa ungu konu,“ sagði Meghan og á þar við 15 ára unglingsstúlkuna.

„Mamma hennar sagði mér að það eina sem dóttir var að leita að og vonaðist til að finna væri stuttermabolurinn frá Billie Eilish tónleikunum sem hún var nýbúin að vera á. Bolurinn varí þvottavélinni eða þurrkaranum. Og auðvitað sáu þær að heimilið sitt og þvottavélin, þurrkarinn þeirra, allt saman er orðið að ösku. Það var ekkert þar lengur.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Meghan, Duchess of Sussex (@meghan)

Markle þekkti ekki Eilish persónulega, en hugsaði strax hvort þær ættu sameiginlega vini eða tengiliði. „Ég sagði við stúlkuna, ég þekki ekki Billie Eilish. En ég ætla að finna út hvernig á að gefa þér svona bol. Svo ég hugsaði um alla sem ég þekkti og ég skrifaði raddskilaboð og sendi áfram. „Vinsamlegast, getur einhver sett þessi skilaboð til Billie Eilish? Ég er með beiðni til hennar“

Söngkonan brást vel við beiðninni og sendi fullan kassa af varningi til Markle.

„Þetta skiptir svo miklu máli fyrir stúlkuna,“ sagi Markle sem þakkaði Adam Levine, söngvara Maroon 5, og eigin konu hans Behati Prinsloo fyrir hjálpina við að koma skilaboðunum til Eilish.

„Til allra sem eru að aðstoða íbúa Kaliforníu í stóru sem smáu. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég ætla að fara og senda mömmu stúlkunnar tölvupóst núna. Langaði bara að deila þessu með ykkur.“

Markle þakkaði viðbragðsaðilum sérstaklega fyrir og sagði þá raunverulegar hetjur samfélagsins.

Hertogahjónin heimsóttu Pasadena 10. janúar til að aðstoða við að dreifa mat og vistum til fórnarlamba eldsins í Eaton. Hjónin opnuðu einnig heimili sitt Montecito og vinna í gegnum góðgerðarsamtök sín Archewell Foundation að því að styðja samfélagið. Þann 13. janúar fór Markle í heimsókn til Altadena Teen Girls Fire Recovery hópsins, sem hin 14 ára gamla Avery Colvert stofnaði til að safna nauðsynjum fyrir unglingsstúlkur sem urðu fyrir áhrifum skógareldana. Hjónin hafa stutt hópinn í gegnum Archewell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu“ 

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“