Draumey Aradóttir hefur sent frá sér sína áttundu bók, ljóðabókina Brimurð. „Að missa ástvin er upphafið að langri og ljúfsárri för gegnum sorg og söknuð, burtséð frá hvort vinurinn er tví- eða ferfættur eða hvaða tungumál hann notar til að tjá ást sína. Líf er líf. Ást er ást,“ segir í kynningartexta um bókina.
Ljóðabókin Brimurð er tileinkuð dýrum og dýravinum. Höfundurinn Draumey er af mörgum talin til áhugaverðari ljóðskálda á Íslandi.
Draumey fagnar útgáfu nýju bókarinnar á kaffihúsinu Norðurbakkanum í Hafnarfirði á fimmtudag milli kl. 17 og 19. Hún mun lesa upp úr bókinni og spjalla við gesti.
Sjá nánar um viðburðinn hér.