fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fókus

Móa sendir frá sér nýtt lag

Fókus
Mánudaginn 3. febrúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Móeiður Júníusdóttir eða Móa sendir frá sér lagið Crazy Lover en það er eftir lagasmiðinn Gunnar Inga Guðmundsson. Textinn er eftir Nínu Richter og upptökustjórn var í höndum Stefáns Arnar Gunnlaugssonar.

Móa var virk í tónlistarsenunni rétt um og fyrir aldamótin 2000 hérlendis og erlendis. Gaf m.a. út jazzplötu, raftónlistarskotið popp með hljómsveitinni Bong og sólóplötuna Universal undir merkjum hins goðsagnakennda bandaríska hip hop útgáfufyrirtækis Tommy Boy.

Móa sneri sneri sér aftur að tónlistinni eftir langt hlé  og hefur sent frá eigin lög og tekið þátt í samstarfsverkefnum undanfarin ár.  Þá  tók hún þátt í forkeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins 2023 með lagið Glötuð ást.

Gunnar Ingi  er lagahöfundur, bassaleikari og tónskáld og hefur komið víða við í tónlistarsköpun sinni. Lagið Crazy Lover er seiðandi raftónlistarskotið popplag í cinematískum stíl og fjallar textinn um ástarsamband sem er á köflum eitrað,  svona haltu mér, slepptu mér samband þar sem enginn er öruggur. En það er einmitt þessi spenna og óvissa sem viðheldur neistanum, segir Nína Richter um gerð textans.

Hlýða má á lagið í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekkja Stephen Boss segir að hann hafi aldrei verið samur eftir Ayahuasca-athöfn

Ekkja Stephen Boss segir að hann hafi aldrei verið samur eftir Ayahuasca-athöfn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lögmaður Johnny Depp deilir áliti sínu á nýjasta dómstóladrama Hollywood – „Þetta er frumlegt“

Lögmaður Johnny Depp deilir áliti sínu á nýjasta dómstóladrama Hollywood – „Þetta er frumlegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Meghan Markle og Billie Eilish tóku höndum saman – Glöddu unglingsstúlku sem missti allt

Meghan Markle og Billie Eilish tóku höndum saman – Glöddu unglingsstúlku sem missti allt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum