fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fókus

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. febrúar 2025 10:05

Heather Millard framleiðandi myndarinnar veiti verðlaununum viðtöku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið um dýrðir og margt um manninn við lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg á laugardag. Hápunktur athafnarinnar var þegar dómnefndin tilkynnti að íslenska kvikmyndin, Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson, hefði hlotið hin virtu Dragon Award, sem eru aðalverðlaunin á hátíðinni. Verðlaunaféð er með þeim hæstu í kvikmyndageiranum, rétt rúmlega fimm milljónir króna.

Heather Millard framleiðandi myndarinnar veiti verðlaununum viðtöku og þakkaði í ræðu sinni öllum þeim sem komu að gerð myndarinnar og gerðu hana að veruleika.

Rúnar Rúnarsson leikstjóri var veðurtepptur á Íslandi og komast því ekki á lokahóf hátíðarinnar.

Kvikmyndir eru teymisvinna og hef ég verið lánsamur í gegnum tíðina að vinna með frábæru fólki. Ég er stoltur af þeim og því sem við höfum áorkað saman. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið á miklu skriði og hefur það aðeins geta gerst vegna þess að jarðvegurinn, sem varð til við samvinnu ráðamanna, einkaaðila og listafólks, er til staðar.  En nú eru blikur á lofti og ef kvikmyndasjóður verður fjársveltur næstu ár að þá mun  þetta mikla uppbyggingarstarf fara í súginn. Vona að ný ríkisstjórn vindi ofan af þessari þróun,“ segir Rúnar.

Í ígrundun dómnefmdar kom fram að að Ljósbrot hafi hrifið þau með meistaralega nákvæmri leikstjórn, næmni og fínlegum léttleika sem og óvænt upplífgandi lýsingu leikstjórans á sorginni. Örugglega komið til skila af ungum og fullkomlega samsettum leikarahóp.

Kvik­mynda­hátíðin í Gauta­borg er helsta kvik­mynda­hátíð Norður­land­anna. Árlega sækja á annað þúsund fagaðilar úr alþjóðleg­um heimi kvik­mynda hátíðina og gest­ir á sýn­ing­um eru á annað hundrað þúsund tals­ins.

Þetta eru fjórtándu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.  Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber,  Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“