fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fókus

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband

Fókus
Laugardaginn 1. febrúar 2025 18:36

Páll Óskar Mynd: Birta Stefánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum lenti stórsöngvarinn dáði Páll Óskar Hjálmtýsson í slysi á heimili sínu um síðustu helgi. Leið yfir söngvarann með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði á þremur stöðum. Í nýju myndbandi á Instagram sýnir Páll Óskar þær umbúðir sem hann þarf að vera með þar til brotin gróa. Sjá má að munnur hans er þakinn teygjum og vírum. Engan bilbug er þó að finna á söngvaranum sem getur þrátt fyrir meiðslin og umbúðirnar bæði talað og sungið. Lofar hann sömuleiðis starfsfólk Landspítalans í hástert.

Páll Óskar fór í aðgerð síðastliðinn þriðjudag og kom heim daginn eftir:

„Ég er bara mjög hress. Ég er mjög hissa hvað þetta gengur vel sem betur fer beit ég ekki í tunguna á mér. Þannig að ég get tjáð mig. Ég get talað.“

Páll Óskar syngur einnig stuttlega í myndbandinu og segir alla aðra hluta líkamans en kjálkann og munninn vera í góðu lagi:

„Ég er mjög hissa hvað líkaminn minn er duglegur að díla við þetta. Það þýðir eiginlega bara að ég hlýt að hafa farið vel með þennan líkama í þessi 54 ár sem ég hef lifað nú þegar. Hann tók mjög vel við öllu.“

Landspítalinn

Páll Óskar lýsir því næst yfir mikilli ánægju með þá þjónustu sem hann fékk á Landspítalanum í Fossvogi og eys starfsfólkið lofi:

„Sem tók svo fallega á móti mér. Það var svo auðséð að þau vissu öll nákvæmlega hvað þau voru að gera. Sérstakt „shout-out“ (hrós, innsk. DV) á skurðlækninn, hann Júlíus.“

Páll Óskar fer síðan nánar yfir önnur meiðsli sem hann hlaut fyrir utan kjálkabrotið:

„Ég missti sjö jaxla. Þeir brotnuðu og skurðlæknirinn ákvað að taka tvo þeirra. Fjarlægja þá bara með öllu. Af því annars hefði ég bara fengið tannpínu.“

Hann segist þurfa að vera með umbúðirinar næstu sex vikurnar en eftir það þurfi hann aðstoð frá tannlæknum.

Bjart framundan

Þrátt fyrir þetta allt saman er hljóðið afar gott í Páli Óskari:

„Vitið það það? Ég er bara fínn, hress.“

Hann segir í athugasemd við myndbandið að hann muni komast aftur upp á svið að syngja næsta vor en segir í myndbandinu sjálfu að í millitíðinni muni hann fylgja fyrirmælum heilbrigðisstarfsfólks í hvívetna. Eins og er þurfi hann að neyta allrar fæðu í fljótandi formi og njóti til þess dyggrar aðstoðar eiginmanns síns, Antonio:

„En aðalmálið er … bannað að fara í fýlu á þessu heimili og bannað að finna sökudólg … Það sem gerðist er búið að gerast og það er ekki hægt að breyta því. Nú ætla ég að horfa út um framrúðuna ekki baksýnisspegilinn. Vegna þess að það er ástæða fyrir því að baksýnisspegillinn er mun minni en framrúðan.“

Færslu Páls Óskars með myndbandinu í heild er hægt að sjá hér fyrir neðan. Ef myndbandið opnast ekki gæti þurft að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að Bonnie blue og Ollie séu enn þá saman – „Ég er með innherja skúbb“

Segir að Bonnie blue og Ollie séu enn þá saman – „Ég er með innherja skúbb“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2025

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2025