Tatum segir að það fari eftir hverjum og einum hvernig viðkomandi upplifir dá en fyrir hennar leyti hafi þetta verið eins og að ganga í gegnum helvíti.
Hún lýsti sinni upplifun í myndbandi á TikTok.
@tatum.boyntonn What is it like to be in a coma… #amputee #caraccident #coma #grateful #godisgood ♬ sparks – welcome
„Mér finnst fólk ekki tala nógu mikið um hvernig það er að vera í dái. Mér persónulega fannst það erfitt,“ segir hún.
Tatum segir að hún fái oft spurninguna hvort manneskja í dái heyri í fólki sem talar við hana.
„Það er misjafnt. Ég heyrði í fjölskyldu minni tala við mig, ég fann fyrir stuðningi þeirra og ást. En ekki á þann hátt sem þú myndir halda.“
Á meðan Tatum var í dái var hún á mjög sterkum lyfjum sem ollu mjög skrýtnum og klikkuðum draumum. „En þeir voru svo raunverulegir,“ segir hún.
„Ég held að allir upplifi þetta á öðruvísi hátt en mín upplifun var klárlega ekki góð. Ég var í dái í átta daga en mér leið eins og það sem ég var að ganga í gegnum hafi tekið tvær eða þrjár vikur,“ segir hún.
„Mér leið eins og ég væri að ganga í gegnum… eins og hvernig helvíti myndi vera.“
Hún ræðir nánar um slysið og áverkana í myndbandinu hér að neðan.
@tatum.boyntonn How my leg was amputated… #amputee #caraccident #graysanatomy #godisgood #storytime ♬ original sound – xavier
sp;