Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi í Gamla Bíó. Keppendurnir í ár eru 20 samtals og hafa verið opinberaðir á Instagram-síðu Ungfrú Ísland.
Það er gaman að segja frá því að sjö af þeim hafa keppt áður í Ungfrú Ísland og svo er aldursbilið breitt, en það átján ára aldursmunur á yngsta og elsta keppandanum.
Sóldís Vala Ívarsdóttir hlaut titilinn í fyrra. Emilía Þóra Ólafsdóttir var valin Miss Supranational Iceland 2024.
Sjáðu stúlkurnar sem keppa um titilinn í ár hér að neðan.