Margt hefur breyst í Reykjavík á hálfri öld. En sumt hefur reyndar lítið sem ekkert breyst.
DV fékk góðfúslegt leyfi til að birta ljósmyndir sem hjónin Birgir Guðgeirsson, deildarstjóri hjá Búnaðarbankanum, og Helga Bergþóra Sveinbjörnsdóttir, auglýsingateiknari, tóku á árunum 1977 til 1979. Þau gefa góða innsýn inn í hvernig um var að litast í Reykjavík á þessum árum, einkum í miðborginni og við höfnina.