Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur 2b í Garðabæ á sölu.
Íbúðin fór áður á sölu í október 2023 eftir skilnað Kittýar og Ágústs Reynis Þorsteinssonar, en þau ráku saman veitingastaðinn vinsæla Boombay Bazaar í Ármúla. Kitty er ekki skilin við veitingabransann en innan skamms opnar hún Indian Bites á Kúmentorgi Kringlunnar.
Sjá einnig: Eigendur Boombay Bazaar skilin og setja íbúðina á sölu
Smartland greindi í desember frá sambandi Kittýar og Egils Heiðars Antons Pálssonar, leikara og leikhússtjóra í Hålogaland leikhúsinu í Trömsø í Noregi.
Íbúðin er 117 fm á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu með útgengi á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni, hjónaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Í stofunni prýðir risastórt listaverk eftir Laufeyju Johansen, systur Kittýar, einn vegginn að hluta.
Í eldhúsinu er dökk innrétting með ljósri borðplötu og klassískar hvítar Subway-flísar á veggnum.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.