fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fókus

Kökusmakkari TikTok nýtur lífsins hérlendis – „Ég fokking elska þetta land“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. janúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Sod Akhtar, sem starfar í fjármálageiranum í New York og nýtur einnig mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum er staddur á Íslandi.

Akhtar sem er með yfir 300 þúsund fylgjendur hefur verið kallaður „uppáhalds kökusmakkari TikTok“ og segist hann fæddur til að smakka kökur.

K100 greindi frá þessum nýja og nýstárlega Íslandsvini. Akhtar segir að hann hafi ákveðið að breyta til lífinu eftir að hann fór að finna fyrir þunglyndi, og bókaði hann því flug til Íslands. Hann segir ferðina hingað heilunarleiðangur þar sem markmið hans er að kynnast framandi menningu.

@sodakhtar here to put my arcteryx to the test #iceland ♬ original sound – sod akhtar

Akhtar er þegar búinn að deila um 30 myndböndum á TikTok og þar má sjá hann borða sushi á Reynisfjöru og smakka kókómjólk og hindberja-croissant við sólarupprás í miðbæ Reykjavíkur.

@sodakhtar nature really be coming out with insane stuff #iceland #nature ♬ original sound – sod akhtar

@sodakhtar guys i went back and bought another #sweettreats ♬ original sound – sod akhtar

Í nýjasta myndbandinu biðst hann innilegrar afsökunar á að hafa smakkað sælgæti í þeirri trú að það væri íslenskt, en um var að ræða finnskt hlaup frá Fazer.

@sodakhtar i may never leave tbh #iceland ♬ original sound – sod akhtar

@sodakhtar she was mad, can someone translate? #iceland ♬ original sound – sod akhtar

„Ég fokking elska þetta land. Ég elska þetta land,“ segir Akhtar sem hefur meðal annars líkt íslenskum fossum við konur og velt því upphátt fyrir sér hvort Costco-verslun ætti heima við Seljalandsfoss.

@sodakhtar solo travel itll heal you #iceland #solotravel ♬ Agape – Nicholas Britell

@sodakhtar they are learning fast, right @Poppy🙃 #european ♬ original sound – sod akhtar

Hann virðist einnig hafa tileinkað sér eitt mikilvægasta orð íslenskrar tungu: „Jæja.“

@sodakhtar if ur in iceland go to Mat Bar the food and service is insane #foodreview ♬ original sound – sod akhtar

@sodakhtar i met them an hour ago, i luv iceland #foodreview #iceland ♬ original sound – sod akhtar

„Þú þarft ekki ástarsamband. Það sem þú þarft er að drekka kókómjólk í heitri laug sem er ekki heit. Ég elska Ísland fyrir utan platauglýsingar, mér var sagt að þetta væri heitt.“

@sodakhtar thank god i have arcteryx (sponser me) @arc’teryx #love ♬ original sound – sod akhtar

Það er allavega hressandi að sjá svona jákvæðan Íslandsvin hér í janúarkuldanum og myrkrinu og allt annar tónn í Akhtar, en samlanda hans, Amber Barnes, sem gjörsamlega hataði landið og sór þess eið að koma aldrei aftur til Íslands.

Sjá einnig: Amber hatar Ísland og ætlar aldrei að koma aftur – „Hreinskilið álit mitt þessi staður sökkar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024