Rodionova er 35 ára, fædd í Rússlandi en hefur verið búsett í Ástralíu um langa hríð þar sem hún er ríkisborgari.
Arina og Ty tilkynntu skilnaðinn í sameiningu í myndbandi á Instagram þar sem Arina sá um að tala en Ty hélt á banana. „Þetta er í góðu, við erum vinir og óskum hvort öðru góðs gengis í framtíðinni,“ sagði hún.
Orðrómur um yfirvofandi skilnað fór af stað þann 12. janúar síðastliðinn þegar Arina tilkynnti að hún hefði stofnað OnlyFans-síðu.
„Góðar fréttir fyrir þá sem voru að spyrja. Það er búið að staðfesta OnlyFans-reikninginn minn. Gerum þetta,“ sagði hún.
Arina er í dag í 135. sæti á heimslistanum í tennis en hæst komst hún í febrúar síðastliðnum þegar hún sat í 97. sæti. Arina hefur þénað ágætlega á ferli sínum en samanlagt verðlaunafé hennar nemur tæpum 2,4 milljónum dollara.