fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Fókus
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Í nýjasta þætti Alkasts Þvottahússins settust þeir félagarnir Gunnar Dan Wiium og Arnór Jónsson í áframhaldandi umræðu um fljúgandi furðuhluti.

Í þættinum fóru strákarnir yfir nokkrar nýjar frásagnir Íslendinga sem þeim hefur borist. Flestir kusu að segja sína sögu í nafnleynd og talsvert myndefni fylgdu frásögnunum. það sem vakti mestu athyglina voru myndbönd sem tekin voru í Njarðvík og Grafarvogi í nóvember og desember á síðasta ári.

Myndböndin sýna það sem virðist vera óvenju skærar stjörnur en þegar zoomað er inn sést að ekki er um hefðbundnar stjörnur að ræða. Það sem sést er að um svokallað hnetti eða „orbs“ að ræða, þeir virðast iða af einkennilegri orku eða einna heldur virðast vera hrein orka. Strákarnir veltu því fyrir sér hvort einskonar plasma væri það sé þeir væru að horfa á en Gunnar sagði Arnóri frá viðtali sem hann heyrði við mann vestanhafs sem sagði að það sem við erum að sjá í þessum hnöttum sem sjást út um allan heim þessa dagana sé truflun í segul afli sem skapað er með tækni flygildisins sem knúið er af andsegulafli.

Það skal tekið fram að andsegulaflssvið er samkvæmt vísindum ekki mögulegt að skapa þó svo að það komi títt og iðulega fram í frásögnum þeirra sem segjast hafa unnið við þessi för undir háleynilegum skikkjum eins og Bob Lasar sem fjallað var um í síðasta þætti. Það er sem er einnig einkennilegt við þessa hnetti er að samkvæmt þeim sem tóku myndefnið eiga þeir það til að birtast og hverfa í tíma og ótíma og stundum ferðast þeir hægt um en ef þeir ferðast á meiri hraða skilja þeir eftir sig rákir í allskonar litum.

Konan sem um ræðir hér að neðan málaði mynd af geimskipinu.

Hrædd um að vera talin vera með einhverja geðkvilla

Þessi vitni sem stíga fram með sínar frásagnir kjósa að koma fram undir nafnleynd. Þessir einstaklingar treysta drengjunum í Þvottahúsinu en flest þeirra hafa aldrei talað um þessa hluti við nokkurn skapaðan mann í ótta við að það sé gert grín af þeim og þau talin með einhverja geðkvilla. Óþroskuð og oft á tíðum ofbeldisfull viðbrögð er eitthvað sem þessir einstaklingar eru að upplifa títt og iðulega. Í því samhengi sagði Gunnar frá því að síðasta föstudag kom Gísli Marteinn fram með glensi og gaslýsingum í sambandi við frásögn konunnar sem drengirnir fjölluðu um í síðasta þætti. Gunnar sagði þetta ekkert nýtt af nálinni, þau sem hafa séð hafa þessa hluti og stigið fram hafa upplifað margoft harkalegar afleiðingar og því kjósa flestir að koma fram undir nafnleynd.

Sjá einnig: Kona segist hafa séð geimskip fyrir utan Mosfellsbæ – Svona leit það út

Hann ræddi um þetta á mínútu 9:00 í síðasta þætti.

En frásagnirnar og myndefnið sem kom fram í þessum þætti er einstakt og vilja Gunnar og Arnór þakka þeim sem deildu frásögnum sínum með þeim innilega fyrir traustið. Gunnar og Arnór sögðust vera til að fjalla áfram um þennan málaflokk svo lengi sem þeim berist efni og upplýsingar og því er öllum þeim sem hafa einhverjar upplýsingar og myndefni frjálst að hafa samband í gegnum laundrywiium@gmail.com og fullum trúnaði og virðingu er heitið.

Myndefni sem Gunnar og Arnór fara yfir í þættinum.

Uppljóstranir innan bandaríska hersins

Mikið hefur gengið á síðustu tvær vikur í UFO heiminum, það má með réttu segja að hann sé á hvolfi og þá aðallega í kjölfar nýjustu frétta um uppljóstrana innan innsta kopp bandaríska hersins sem komu fram um helgina með vægast sagt ótrúlegar frásagnir og myndefni sem gætu alveg eins hafa komið úr vísindaskáldsögu.

Í einkaviðtali við Ross Coulthart hjá News Nation sagði uppljóstrarinn Jacob Barber að hann hafi starfað sem þyrluflugmanns verktaki fyrir djúpríkisherdeild og hans hlutverk hafi verið í ein 10 ár að sækja alls kyns flygildi af ójarðneskum uppruna. Barber útskýrði í viðtalinu hvernig flygildin oft eru boðin til að lenda eða tekin yfir af manneskjum sem kallast „psionics“, manneskja sem gegnir því hlutverki og starfar í þessum verkefnum er hæfileikum gædd hvað varðar bæði skyggnigáfu og „telepatíska“ eiginleika til samskipta.

Í viðtalinu hjá News Nation spyr Ross hann hvort þessir hlutir, flygildi séu óvenjuleg eða afbrigðileg. Barber svaraði því á þá leið að þessir hlutir, hvað sem þeir væru, væru ekki mannlegir. Hann segist einnig hafa orðið vitni af ótrúlegustu hlutum sem þessi flygildi geta gert sem brýtur á bága við allt sem við teljum mögulegt, meðal annars hefur hann séð flygildi koma bókstaflega úr jörðinni, ferðast í gegnum fjöll og börð eins og að enga um fyrirstöðu er að ræða.

Í þessum þætti News Nation sem sýndur var síðasta laugardag voru einnig sýnt myndband sem aldrei hefur verið sýnt áður sem sýnir flygildi vera fært af hrapstað. Flygildið virðist vera um 7 metra stórt og egglaga. Barber segir ekki hafa verið neinar sýnilegar merkingar á hlutnum né merki um hreyfla, samskeyti né útblástur.

Myndefni sem Gunnar og Arnór fara yfir í þættinum.

Flutti eiðsvorin vitnisburð

Það geta þess að News Nation braut þögn David Grusch sumarið 2023 sem leiddi til þess að stutta seinna koma hann fram fyrir bandaríska þingnefnd og flutti þar eiðsvorin vitnisburð. Í þeim vitnisburði sagði hann frá starfi sínu, sem sneri að greiningu og viðtölum fyrir leyniþjónustu hersins við aðila sem höfðu með að gera allskonar háleyndarverkefni og deildir viðriðin UFO eða UAP að gera.  Hann hélt því fram að ólöglegar og óregluvæddar djúpríkis herdeildir væru búin að stunda svokallað „crash retrieval“ verkefni sem einmitt snúa að því sem Jake Barber talar um í nýjasta viðtali News Nation. Einnig hélt David Grusch því fram að náðst hafa svokölluð „biologics“ eða lífverur af ójarðneskum uppruna sem fljúga þessum flygildum.

Gunnar og Arnór fóru yfir efni þessara nýju uppljóstrana sem UFO heimurinn hefur beðið eftir nú í nokkra daga þrátt fyrir að þrálátur orðrómur um að hann væri á leiðinni hafi reikað um í nokkrar vikur.

Þennan magnaða þátt má sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má nálgast þætti Þvottahússins á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“