fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. janúar 2025 10:52

Helgi Ómarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson kveður hlaðvarpið Helgaspjallið eftir sjö ára göngu. Hann greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum um helgina og þakkaði hlustendum fyrir stuðninginn.

„Mér þykir mjög skrýtið að vera skrifa þetta, en af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt. Eftir sjö ár af Helgaspjallinu hef ég ákveðið að kveðja hlaðvarpsheiminn í bili. Ég veit ekki hvort eða hvenær ég gæti hugsað mér að koma aftur, en eins og staðan er núna líður mér eins og það sé rétt fyrir mig,“ sagði hann.

„Ég hef lagt hjarta og sál í hlaðvarpið, hef sett allt mitt uppá borðið og lagt allt bensín í að gera þætti sem gætu mögulega verið öðrum vinur, aðstoð, stuðningur, fróðleikur og hvatning til að styrkja sig, grípa sig, skilja betur, líða betur og gefa fólki sem eru á sama stað vettvang til að segja frá sinni sögu og deila sínum ástríðum og viðfangsefnum.“

Heil kynslóð sem er vakandi

Helgi lítur björtum augum fram á veginn. „Ég veit að það er heil kynslóð sem er vakandi, hún er sterk og eflandi og mín ósk er sú að umræðan um ofbeldi og hvernig við verndum okkur sjálf og aðra frá því að lenda í klóm ofbeldisfólks, setjum mörk, afþökkum rugl, upprætum óréttlæti og spillingu, haldi áfram að vera sjálfbær og eflist enn meira í okkar samfélagi,“ segir hann.

„Til ykkar sem hafið hlustað og stoppað mig og deilt með mér ykkar frásögnum í kringum þættina OG allir viðmælendur TAKK!

Ég hlakka til að sjá hvernig framhaldið verður, ég er svolítið að vaða blint í óvissuna en ég finn í sálinni að það bíður mín eitthvað sem gæti komið í staðinn. Hver veit! Kannski kem ég aftur, enda elska ég þetta verkefni mitt sem hófst árið 2018 – en akkúrat núna er þetta rétt skref fyrir mig.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Í gær

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni