Í starfi sínu þurfa leikarar oft að kyssast, hvort sem er á sviði, í sjónvarpsþætti eða í kvikmynd. Stundum er þetta minnsta mál, en í önnur skipti hið mesta bras þar stjörnunni líkar af einhverri ástæðu ekki við að kyssa mótleikarann.
Hér eru 12 kvikmyndapör sem líkaði alls ekki við að kyssa hvort annað!
Hugh Jackman og Nicole Kidman í Australia
Ein af ástæðunum var sú staðreynd að þau þurftu að kyssa hvort annað fyrir framan mjög fjölmennt kvikmyndateymi, aðstæður sem náðu ekki að skapa neina nánd eða kemistríu.
Jason Segel og Alyson Hannigan í How I Met Your Mother
Segel og Hannigan léku par í þáttaröðinni, en Hannigan var ekki aðdáandi þess að kyssa sjónvarpsþáttafélaga sinn.
Segel reykti stöðugt á milli atriða og hléa og lyktaði því alltaf.
Leonardo DiCaprio og Virginie Ledoyen í The Beach
Ledoyen hélt því fram að þrátt fyrir að DiCaprio væri fínn strákur þá skorti hann algjörlega ástríðu og kynþokka í hlutverki sínu.
Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson í The Hunger Games: Catching Fire
Hutcherson var ekki mjög ánægður með að þurfa að kyssa Lawrence. Sagði hann að kossarnir hennar séu mjög blautir.
Jennifer Lawrence og Liam Hemsworth í The Hunger Games: Mockingjay (Part 1)
Hemsworth er annar i sama myndbálki sem líkaði ekki við að kyssa Lawrence. Sagði hann að það væri sökum þess að Lawrence væri með fúlan andardrátt.
Robert Pattinson og Reese Witherspoon í Water for Elephants
Witherspoon var ekki svo hrifin, en það var lítið við Pattinson að sakast. Hann var orðinn lasinn og mjög kvefaður þegar atriðið var tekið upp, aðstæður sem eru aldrei aðlaðandi.
Tom Cruise og Thandie Newton í Mission Impossible 2
Í Mission Impossible 2 sáum við heita kossasenu á milli Tom Cruise og Thandie Newton. Hún var hins vegar lítið hrifin af kossahæfileikum hjartakrúsarans. Svo virðist sem kossar hans, líkt og hjá Jennifer Lawrence, hafi verið of slepjulegir.
Nicole Kidman mælti með Newton í hlutverkið en á þessum voru Kidman og Cruise gift. Hver ætli ástæðan hafi verið með meðmælunum?
Kirsten Dunst og Brad Pitt í Interview with the Vampire
Kirsten Dunst var aðeins 11 ára þegar Brad Pitt kyssti hana. Það er því afar skiljanlegt að henni hafi ekki verið skemmt þegar henni var sagt að kyssa hinn 31 árs gamla Brad Pitt. Fyrsti kossinn er alls ekki eitthvað sem þú vilt upplifa með mun eldri einstaklingi og hvað þá fyrir framan heilt kvikmyndateymi.
Kirsten Dunst og Tobey Maguire í Spider-Man
Hver man ekki þessa kossasenu árið 2002 á milli Mary Jane og Spider-Man, svo rómantísk í grenjandi rigningu. Hún lyftir grímunni hans Spider-Man aðeins upp fyrir munninn á honum og kyssir hann á meðan hann hangir á hvolfi.
Maguire sagði þetta atriði þó hvorki hafa verið rómantískt eða skemmtilegt. Hann hékk á hvolfi, blóðið streymdi niður í höfuðið á honum og hann var með rigninguna í nefið. Hljómar óþægilega!
Miles Teller og Shailene Woodley í The Spectacular Now
Í The Spectacular Now stóðu Teller og Woodley saman fyrir framan myndavélina. Woodley er eða var greinilega með ákveðna rútínu áður en hún kyssti einhvern. Í viðtali sagði Teller að hún hafi sett eitthvað sem lyktaði og bragðaðist illa – eins og undarlega kryddblöndu – í munninn á sér áður en þau kysstust.
Dane Cook og Kate Hudson í My Best Friend’s Girl
Í rómantísku gamanmyndinni My Best Friend’s Girl verða persónur Cook og Hudson ástfangnar. Cook sagði, eftir að myndin var frumsýnd, að Hudson væri versti kossafélagi hans á ferlinum. Seinna sagði hann að þetta hefði verið lélegur brandari hjá honum….
Steve Carell og Dwayne Johnson í Get Smart
Carell er þekktur fyrir fjölmörg skrítin en engu að síður skemmtileg hlutverk. Í Get Smart er kossasena milli hans og Dwayne The Rock Johnson. Hvorugum fannst kossinn sérstaklega aðlaðandi.
Charlize Theron og Tom Hardy í Mad May: Fury Road
Í bókinni Blood, Sweat & Chrome: The Wild and True Story of Mad Max: Fury Road eftir rithöfundinn Kyle Buchanan fjallar hann um að eitrað umhverfi hafi ríkt á tökustað myndarinnar.
Þrátt fyrir að Theron og Hardy hafi ekki kysst hvort annað í myndinni, hefði Theron örugglega ekki haft gaman af því ef kossasenur hefðu verið í handritinu. Svo virðist sem leikkonunni hafi verið mjög ógnað af Hardy, sem varð til þess að hún bað um vernd á tökustað. Svo virðist sem deilur milli þeirra tveggja hafi stigmagnast þegar Hardy mætti seint á tökustað – þremur klukkustundum of seint. Theron sakaði hann um virðingarleysi og hvatti framleiðendurna til að „sekta helvítis fíflið um hundrað þúsund dollara fyrir hverja mínútu sem hann lét teymið bíða.“ Hardy brást hart við þessari kröfu hennar.