Hjónin, Guðni Ágústsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, og Margrét Hauksdóttir, hafa sett íbúð sína á Selfossi í sölu.
Íbúðin er 78 fm á annarri hæð í fjöleignahúsi sem byggt var árið 2021. Íbúðin er staðsett í nýja miðbænum.
Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Lesa má brot úr Einræðum Starkaðar á baðherberginu.
Íbúðin er svansvottuð og er loftskiptikerfi í íbúðinni.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.