fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Varð steinhissa þegar hún uppgötvaði þetta á Íslandi

Fókus
Föstudaginn 17. janúar 2025 12:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona sem er á ferð um Ísland segir frá því á samfélagsmiðlum að það hafi komið henni mjög á óvart hversu algengt það sé hér á landi að ökumenn stöðvi bíla sína til að hleypa gangandi vegfarendum yfir götu. Þessu eigi hún ekki að venjast frá sínu heimalandi. Í athugasemdum taka nokkrir landar hennar undir með henni.

Konan segir svo frá:

„Er það regla fyrir ökumenn á Íslandi að stoppa til að leyfa gangandi vegfarendum að komast yfir götu? Í alvöru talað ég er frá Bretlandi og varð steinhissa að sjá alla bílana stoppa til að hleypa okkur yfir götuna. Heima er ég vön því að vera með lífið í lúkunum og skjótast yfir þegar er bil milli bíla.“

Utan gangbrauta

Af færslu konunnar má ráða að hún eigi ekki bara við það að komast yfir götur á gangbrautum. Það virðist því hafa verið töluvert um að ökumenn hér á landi hafi stöðvað og hleypt konunni yfir götu, þótt hún hafi ekki verið að bíða við gangbraut.

Landar konunnar sem einnig hafa komið til Íslands taka undir í athugasemdum og segjast hafa orðið steinhissa þegar í ljós hafi komið að ökumenn hér á landi hafi verið mun liðlegri en venjan sé í Bretlandi við að hleypa gangandi vegfarendum yfir götur. Í einni athugasemd segir meðal annars:

„Þetta gerðist meira að segja þar sem ekki voru gangbrautir og ég varð steinhissa á því hversu vinalegt fólk var að stoppa alltaf til að hleypa okkur yfir. Ég hef aldrei upplifað þetta annars staðar,“ viðkomandi segist aldrei hafa upplifað að ökumenn í Bretlandi stöðvi utan merktra gangbrauta til að hleypa gangandi vegfarendum yfir og á gangbrautum þar í landi þurfi að ganga yfir með ítrustu varúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Í gær

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye