Rosen er skurðlæknir, staðsettur í New York, og sérhæfir sig í offitumeðferð. Margir sjúklinga hans eru á megrunarlyfi á borð við Ozempic og segir hann, í samtali við DailyMail, að marktækur fjöldi þeirra hafi þróað með sér heilkenni sem kallast allodynia, sem er ofur snertiviðkvæmni. Fólk sem er með allodynia finnur mjög auðveldlega fyrir sársauka, eins og vegna áreitis sem venjulega veldur ekki sársauka.
Rosen segir að sumum þykir jafnvel vont að klæðast fötum, eða „þegar vindurinn blæs á húð viðkomandi.“
Læknirinn segir að sumir sjúklinga hans, sem eru á þyngdarstjórnunarlyfi á borð við Ozempic og Mounjaro, hafi þróað með sér gríðarlega mikla viðkvæmni í öxlum, lærum og baki.
Hann segir að honum grunar að lyfin séu á einhvern hátt að valda þessu ástandi en segir að það sé ekki búið að rannsaka þetta nægilega þannig það er ekki vitað af hverju þetta gerist.
Sjá einnig: Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Eins og staðan er í dag hefur ekkert verið rannsakað hvort það sé fylgni á milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og allodynia. Á vefsíðu matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna er það ekki tilgreint sem aukaverkun.
Sjá einnig: Kæra framleiðanda Ozempic vegna aukaverkana – Mun aldrei hafa eðlilegar hægðir aftur