fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Fókus
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeilda klámstjarnan Bonnie Blue sló á dögunum heimsmet og svaf hjá 1057 karlmönnum á tólf klukkustundum.

Sjá einnig: Sló heimsmetið og svaf hjá 1057 karlmönnum á 12 tímum – Svona fór hún að því

Karlmaður sem tók þátt í viðburðinum hefur nú stigið fram, en hann segir í samtali við DailyMail að hann hafi beðið í röð ásamt þúsund öðrum karlmönnum í lambúshettum, en hann hafi hætt við þegar röðin kom að honum.

Ali Walker er atvinnulaus, fyrrverandi öryggisvörður, sem grátbað um að fá boð um að hitta hina frægu og umdeildu Bonnie Blue. Hann segir að hann hafi vonast til að fá tækifæri til að sænga hjá henni og taka þátt í heimsmetatilraun hennar. Þetta var allt voða spennandi, þar til ástandið blasti við honum og missti hann áhugann í kjölfarið.

Hann útskýrir hvernig þetta fór fram. Hann segir að „sjálfboðaliðarnir“ (karlmennirnir sem voru þarna til að stunda kynlíf með Bonnie) hafi beðið í röð, aðeins klæddir í nærbuxur en huldu andlit sitt með lambúshettum. Hann segir að þeir hafi litið út eins og bankaræningjar.

Skjáskot/Twitter

„Þetta var svo súrrealískt, mér fannst þetta ótrúlegt,“ segir hann.

„Það var búið að segja við mig að ég myndi fá að hitta hana einn, þannig ég bjóst við að við myndum fara inn til hennar, einn í einu, en þegar kom að mér þá var þetta gjörsamlega ruglað,“ segir hann.

„Það voru 30 til 40 karlmenn í kringum hana og skiptust á, hún var umkringd karlmönnum.“

Ali segir að hann sé frekar feiminn. „Ég hef aldrei tekið þátt í svona löguðu þannig ég ákvað að gera það ekki.“

Mynd af herberginu þar sem Bonnie á að hafa sofið hjá karlmönnunum hefur verið í dreifingu um netheima, sem má sjá hér að ofan. Einnig hafa myndbönd, sem eru sögð vera frá viðburðinum, vakið athygli á samfélagsmiðlum á borð við TikTok.

@bonnieblued POV: waiting for my turn at Bonnie Blue’s event #bonnieblue #fyp ♬ original sound – abby catlin

@bonnieb_xoxo POV: in line for Bonnie Blue 1000 #bonnieblue #fyp ♬ original sound – Bonnie

Sjá einnig: Læknir segir Bonnie Blue hafa tekið svakalega áhættu – Margir efast um frásögn hennar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“