Þorsteinn greindi frá þessu í hlaðvarpinu Hjónvarpið, sem hann heldur úti ásamt eiginkonu sinni, sálfræðingnum Huldu Tölgyes.
Þetta byrjaði allt nokkrum vikum áður, á sama stað, í World Class í Laugum.
Þorsteinn lýsir því hvernig hann sá manninn og fannst hann kannast við hann.
„Ég bara nikka og segi: „Nei, hæ.“ Ég fattaði svo að ég þekki þennan mann ekki neitt,“ segir hann og bætir við að maðurinn hafði starað á hann illum augum og sett í brýnnar.
„Bara hann er brjálaður, gjörsamlega. Og það gerist ekkert þegar ég brosi til hans,“ segir Þorsteinn.
„Mér verður svo um þegar hann er svona reiður í framan ennþá og ég er eitthvað glaður að ég hlæ óvart. Allavega, svo er það bara búið.“
Nokkrum vikum seinna er Þorsteinn aftur í ræktina og rekst aftur á manninn. „Ég er að drífa mig þarna í burtu, stend upp, hendi glasinu og segi: „Ég nenni ekkert að ræða þetta,“ og er kominn eiginlega út. Það voru svona þrír, fjórir metrar á milli okkar,“ segir hann.
„Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú, það var fullt af fólki þarna. Bara: „Stundum fær fólk bara nóg! Hvenær ætlarðu eiginlega að fara að hætta þessu?!“ Og labbar í áttina að mér eins og hann sé að fara að skalla mig eða kýla mig. Ég stend algjörlega grafkyrr með hendur upp og ég bara er svo hissa.“
Þorsteinn segir svona hegðun segja ýmislegt um fólk. „Sko, þetta fær mig ekki til að hugsa: Já þessi maður, hann hefur aldrei beitt ofbeldi. Það fær mig frekar til að hugsa: Sjit, þessi maður er líklegur til að beita ofbeldi.“
Þorsteinn segir frá þessu í spilaranum hér að neðan en brotið er hluti af nýjasta þætti af Hjónvarpið. Það er hægt að kaupa áskrift á thridja.is eða Patreon.
@hjonvarpidBrot úr einni bransasögu. Reiði maðurinn í ræktinni. Nánar á Spotify eða thridja.is♬ original sound – Hjónvarpið